Skátarnir að kikna undan lögsóknum vegna misnotkunar Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2020 07:36 Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. AP/James Quigg Skátarnir í Bandaríkjunum hafa sóst eftir gjaldþrotsvernd vegna fjölda ásakana um kynferðislegt ofbeldi sem samtökin standa frammi fyrir. Unnið er að því að stofna stærðarinnar skaðabótasjóð og vonast forsvarsmenn Skátanna, sem eru 110 ára gömul samtök, til þess að komast hjá gjaldþroti. AP fréttaveitan segir að mögulegt gjaldþrot Skátanna gæti verið eitt það flóknasta sem heimurinn hafi séð. Þúsundir manna hafi höfðað mál gegn Skátunum og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan samtakanna á undanförnum áratugum. Ný lög gerðu mönnunum kleift að höfða mál vegna meintra brota, sem annars hefðu verið fyrnd. Með því að sækjast eftir gjaldþrotsvernd hafa forsvarsmenn Skátanna stöðvað lögsóknirnar um tíma. Að endingu gætu samtökin þó neyðst til að selja umfangsmiklar eignir eins og skátabúðir og jarðir sem samtökin eiga víða um Bandaríkin, til þess að greiða skaðabætur. Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. Eins og bent er á í frétt AP eru Skátarnir eina af mörgum stofnunum Bandaríkjanna sem hafa lent í vandræðum vegna kynferðisofbeldis. Kaþólska kirkjan og háskólar hafa á undanförnum árum þurft að greiða hundruð milljóna dala í skaðabætur vegna kynferðisofbeldis. Skátum hefur fækkað verulega Fjöldi skáta í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Færri en tvær milljónir ungmenna taka nú þátt í starfsemi Skátanna en á áttunda áratug síðustu aldar voru þau rúmlega fjórar milljónir. Forsvarsmenn samtakanna hafa brugðist við þróuninni með því að leyfa stúlkum að ganga til liðs við Skátanna. Flestar lögsóknirnar gegn skátunum eru vegna mála sem eiga að hafa gerst á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skátarnir segja að „einungis“ fimm skátar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi árið 2018 og er það sagt til marks um umfangsmiklar fornvarnaraðgerðir samtakanna. Meðal annars séu gerðar bakgrunnskannanir á starfsfólki og það þjálfað í að koma í veg fyrir misnotkun. Þá hafa verið settar reglur um að minnst tveir fullorðnir þurfi að vera viðstaddir allar athafnir Skátanna. Þar til síðasta vors höfðu Skátarnir þvertekið fyrir að þekktir kynferðisbrotamenn hafi fengið að vinna með ungum skátum. Lögmenn meintra fórnarlamba fundu þó fjölmörg dæmi um þekkta kynferðisbrotamenn innan Skátanna og viðurkenndu samtökin þá að svo hefði verið. Bandaríkin Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Skátarnir í Bandaríkjunum hafa sóst eftir gjaldþrotsvernd vegna fjölda ásakana um kynferðislegt ofbeldi sem samtökin standa frammi fyrir. Unnið er að því að stofna stærðarinnar skaðabótasjóð og vonast forsvarsmenn Skátanna, sem eru 110 ára gömul samtök, til þess að komast hjá gjaldþroti. AP fréttaveitan segir að mögulegt gjaldþrot Skátanna gæti verið eitt það flóknasta sem heimurinn hafi séð. Þúsundir manna hafi höfðað mál gegn Skátunum og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan samtakanna á undanförnum áratugum. Ný lög gerðu mönnunum kleift að höfða mál vegna meintra brota, sem annars hefðu verið fyrnd. Með því að sækjast eftir gjaldþrotsvernd hafa forsvarsmenn Skátanna stöðvað lögsóknirnar um tíma. Að endingu gætu samtökin þó neyðst til að selja umfangsmiklar eignir eins og skátabúðir og jarðir sem samtökin eiga víða um Bandaríkin, til þess að greiða skaðabætur. Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. Eins og bent er á í frétt AP eru Skátarnir eina af mörgum stofnunum Bandaríkjanna sem hafa lent í vandræðum vegna kynferðisofbeldis. Kaþólska kirkjan og háskólar hafa á undanförnum árum þurft að greiða hundruð milljóna dala í skaðabætur vegna kynferðisofbeldis. Skátum hefur fækkað verulega Fjöldi skáta í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Færri en tvær milljónir ungmenna taka nú þátt í starfsemi Skátanna en á áttunda áratug síðustu aldar voru þau rúmlega fjórar milljónir. Forsvarsmenn samtakanna hafa brugðist við þróuninni með því að leyfa stúlkum að ganga til liðs við Skátanna. Flestar lögsóknirnar gegn skátunum eru vegna mála sem eiga að hafa gerst á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skátarnir segja að „einungis“ fimm skátar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi árið 2018 og er það sagt til marks um umfangsmiklar fornvarnaraðgerðir samtakanna. Meðal annars séu gerðar bakgrunnskannanir á starfsfólki og það þjálfað í að koma í veg fyrir misnotkun. Þá hafa verið settar reglur um að minnst tveir fullorðnir þurfi að vera viðstaddir allar athafnir Skátanna. Þar til síðasta vors höfðu Skátarnir þvertekið fyrir að þekktir kynferðisbrotamenn hafi fengið að vinna með ungum skátum. Lögmenn meintra fórnarlamba fundu þó fjölmörg dæmi um þekkta kynferðisbrotamenn innan Skátanna og viðurkenndu samtökin þá að svo hefði verið.
Bandaríkin Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira