Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 18:19 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er meðal þeirra sem skrifa undir ákallið. Vísir/baldur Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinumManíShahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ Þá óska þeir eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi. Þetta kemur fram í ákalli með yfirskriftinni „Guð elskar okkur eins og við erum“ sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, skrifa undir. Greint var frá því fyrr í dag að til stæði að vísa íranska transdrengnumManíShahidi úr landi ásamt fjölskyldu sinni þegar hann útskrifast af Landspítalanum. Engin hreyfing hefur orðið á máli hans. Sjá einnig: Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Upprunalega átti að vísa hinum sautján ára Maní og foreldrum hans úr landi á mánudag. Brottvísun þeirra var hins vegar frestað eftir að Maní var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu.“ „Fjölskyldan er kristinnar trúar og hefur sótt þjónustu kirkjunnar í Breiðholtskirkju fyrir innflytjendur og hælisleitendur, sem sr. ToshikiToma prestur innflytjenda sinnir. Vitað er að pilturinn, sem er barn að aldri, er ekki öruggur í fæðingarlandi sínu sökum kyngervi hans,“ segir í ákalli biskupanna. Þá segjast þeir hafa áhyggjur af því að fjölskyldan geti ekki lifað öruggu lífi verði þau send af landi brott. „Við biðjum þess að fjölskyldan fái varanlegt dvalarleyfi með vísan í skilyrðislausa kærleiksskyldu kristinna manna.“ Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinumManíShahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ Þá óska þeir eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi. Þetta kemur fram í ákalli með yfirskriftinni „Guð elskar okkur eins og við erum“ sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, skrifa undir. Greint var frá því fyrr í dag að til stæði að vísa íranska transdrengnumManíShahidi úr landi ásamt fjölskyldu sinni þegar hann útskrifast af Landspítalanum. Engin hreyfing hefur orðið á máli hans. Sjá einnig: Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Upprunalega átti að vísa hinum sautján ára Maní og foreldrum hans úr landi á mánudag. Brottvísun þeirra var hins vegar frestað eftir að Maní var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu.“ „Fjölskyldan er kristinnar trúar og hefur sótt þjónustu kirkjunnar í Breiðholtskirkju fyrir innflytjendur og hælisleitendur, sem sr. ToshikiToma prestur innflytjenda sinnir. Vitað er að pilturinn, sem er barn að aldri, er ekki öruggur í fæðingarlandi sínu sökum kyngervi hans,“ segir í ákalli biskupanna. Þá segjast þeir hafa áhyggjur af því að fjölskyldan geti ekki lifað öruggu lífi verði þau send af landi brott. „Við biðjum þess að fjölskyldan fái varanlegt dvalarleyfi með vísan í skilyrðislausa kærleiksskyldu kristinna manna.“
Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30
Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16