Innlent

Nýja braggaskýrslan til umræðu í borgarstjórn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Frá fundi borgarstjórnar í dag.
Frá fundi borgarstjórnar í dag. Vísir/Elín

Næsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar sem nú stendur yfir er umræða um skýrslu Borgarskjalasafns um frumkvæðisathugun á skjalastjórn skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í tengslum við braggann við Nauthólsveg 100. 

Það var Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins sem kallaði eftir umræðunni en umrædd skýrsla var lögð fyrir borgarráð í síðustu viku. Niðurstöður hennar eru samhljóða skýrslu innri endurskoðunar um braggann sem kom út í desember 2018 á þá leið að lög um skjalavörslu vegna framkvæmdanna hafi verið brotin.

Upphaflega hófst rannsókn á framkvæmdinni vegna gríðarlegrar framúrkeyrslu kostnaðar vegna framkvæmda við braggann. Hægt er að fylgjast með umræðunni í borgarstjórn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×