Innlent

Nýja braggaskýrslan til umræðu í borgarstjórn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Frá fundi borgarstjórnar í dag.
Frá fundi borgarstjórnar í dag. Vísir/Elín

Næsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar sem nú stendur yfir er umræða um skýrslu Borgarskjalasafns um frumkvæðisathugun á skjalastjórn skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í tengslum við braggann við Nauthólsveg 100. 

Það var Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins sem kallaði eftir umræðunni en umrædd skýrsla var lögð fyrir borgarráð í síðustu viku. Niðurstöður hennar eru samhljóða skýrslu innri endurskoðunar um braggann sem kom út í desember 2018 á þá leið að lög um skjalavörslu vegna framkvæmdanna hafi verið brotin.

Upphaflega hófst rannsókn á framkvæmdinni vegna gríðarlegrar framúrkeyrslu kostnaðar vegna framkvæmda við braggann. Hægt er að fylgjast með umræðunni í borgarstjórn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.