Steingrímur var fimm mínútum frá því að verða alvöru róni Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2020 11:30 Steingrímur Gauti hætti að drekka árið 2016. Listamaðurinn Steingrímur Gauti hefur verið að gera góða hluti að undanförnu og kominn á samning hjá listagalleríinu Tveimur hröfnum. Í dag gengur honum vel en hlutirnir hefðu getað þróast allt öðruvísi. „Þegar ég varð unglingur var ég bara týpískur strákur og hætti algjörlega að teikna, nema kannski í skólabækurnar. Um það leyti sem ég útskrifast úr menntaskóla var ég rosalega mikið að hugsa hvað mig langaði að gera og þá fór ég í arkitektinn, en fann mig einhvern veginn ekki í því,“ segir Steingrímur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mér finnst erfitt að sitja kyrr og fór því að dunda mér við að það að mála,“ segir Steingrímur sem fór því næst í Listaháskólann og varð að eigin sögn algjör listatýpa. Hann tók þriggja ára nám á fimm árum og ekki vegna þess að hann var slæmur námsmaður, heldur út af því: „Ég var hræðilegur drykkjumaður sem hefur markað líf mitt alveg frá því að ég fór fyrsta að fikta við það, sem var ekkert mjög snemma. Ég var arfreks íþróttamaður og var í körfubolta alveg frá því að ég var lítill og hætta vegna meiðsla sem var mér mjög erfitt. Ég hef alltaf verið frekar viðkvæmur strákur sem byrjaði þegar ég var lítill. Þegar ég var svona 14-15 ára fór ég að finna fyrir þunglyndi og depurð og átti erfitt með að vera glaður. Ég var í öllum unglingalandsliðum í körfubolta, allt gekk rosalega vel og ég átti fullt af vinum og góðri fjölskyldu en það vantaði alltaf eitthvað. En ég var óöruggur og mér fannst ég einhvern veginn aldrei passa, eins og skórnir væru alltaf aðeins of stórir.“ Eftir að Steingrímur hætti í körfu myndaðist tómarúm og þá tók skemmtanalífið við. „Ég byrjaði fljótlega að drekka mjög mikið og ekki til þess að hafa gaman. Bæði til að reyna deyfa tilfinningar eða til að finna eitthvað meira.“ Fjöskyldan á góðri stundu. Eftir á sér hann að gleðina var ekki að finna í flöskunni en hann kláraði skólann og fór í framhaldsnám í Berlín. „Þar missti ég alveg tökin. Ég man að ég var að taka lestina í skólann og var að réttlæta fyrir mér að bjórinn væri ódýrari en vatn. Ég var bara með hinum rónunum í lestinni á leiðinni í skólann. Með bjór í flösku klukkan hálf tíu um morgun og ég var kominn á þann stað að mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt, ég væri listamaður og mætti gera það sem ég vil.“ Hann réði illa við skólann og á árunum 2015-16 missti hann alveg tökin. „Ég var bara í dagdrykkju og fimm mínútum frá því að verða alvöru róni. Ég blessunarlega slapp við að verða fíkill í önnur efni, þó ég hafi prófað allt mögulegt. Áfengi hefur alltaf verið mitt.“ Magnað að hún hafi hangið með mér Þegar hann var sem verstur vaknaði hann og varð að fá sér eitthvað til að ráða við daginn. Á þessum tíma var hann ekki orðinn pabbi en átti kærustu. „Það er eiginlega magnað að hún hafi hangið með mér allan tímann. Hún var alltaf alveg pottþétt og það var það sem hélt mér svolítið á tánum og lét mig hanga aðeins lengur smá eðlilegur.“ Árið 2016 flytja þau heim og Steingrímur var þá kominn á endastöð. „Á hverjum morgni þurfti maður að sannfæra sig um að það sé nú einhver ástæða til að vera til. Það voru ansi margir morgnar sem ég var byrjaður að hugsa að þetta væri nú bara komið gott og ég átti nokkur erfið móment.“ Þann 18. apríl árið 2016 fór Steingrímur í meðferð. „Það voru þung skref og rosalega mikil uppgjöf. Ég hugsaði alltaf að ég væri ekkert svona alkahólisti. Vogur er stórkostlegur staður því þar eru allir og allskonar. Rónar, húsmæður, bankakallar og bara allir. Það eru allir í sloppnum og jafnir. Þetta er líklega eini staðurinn á Íslandi þar sem allir eru jafnir.“ Eftir það hófst lítið sannarlega hjá Steingrími. Hann hefur verið edrú síðan, konan hans stóð með honum og saman eiga þau dóttur í dag. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Menning Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Listamaðurinn Steingrímur Gauti hefur verið að gera góða hluti að undanförnu og kominn á samning hjá listagalleríinu Tveimur hröfnum. Í dag gengur honum vel en hlutirnir hefðu getað þróast allt öðruvísi. „Þegar ég varð unglingur var ég bara týpískur strákur og hætti algjörlega að teikna, nema kannski í skólabækurnar. Um það leyti sem ég útskrifast úr menntaskóla var ég rosalega mikið að hugsa hvað mig langaði að gera og þá fór ég í arkitektinn, en fann mig einhvern veginn ekki í því,“ segir Steingrímur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mér finnst erfitt að sitja kyrr og fór því að dunda mér við að það að mála,“ segir Steingrímur sem fór því næst í Listaháskólann og varð að eigin sögn algjör listatýpa. Hann tók þriggja ára nám á fimm árum og ekki vegna þess að hann var slæmur námsmaður, heldur út af því: „Ég var hræðilegur drykkjumaður sem hefur markað líf mitt alveg frá því að ég fór fyrsta að fikta við það, sem var ekkert mjög snemma. Ég var arfreks íþróttamaður og var í körfubolta alveg frá því að ég var lítill og hætta vegna meiðsla sem var mér mjög erfitt. Ég hef alltaf verið frekar viðkvæmur strákur sem byrjaði þegar ég var lítill. Þegar ég var svona 14-15 ára fór ég að finna fyrir þunglyndi og depurð og átti erfitt með að vera glaður. Ég var í öllum unglingalandsliðum í körfubolta, allt gekk rosalega vel og ég átti fullt af vinum og góðri fjölskyldu en það vantaði alltaf eitthvað. En ég var óöruggur og mér fannst ég einhvern veginn aldrei passa, eins og skórnir væru alltaf aðeins of stórir.“ Eftir að Steingrímur hætti í körfu myndaðist tómarúm og þá tók skemmtanalífið við. „Ég byrjaði fljótlega að drekka mjög mikið og ekki til þess að hafa gaman. Bæði til að reyna deyfa tilfinningar eða til að finna eitthvað meira.“ Fjöskyldan á góðri stundu. Eftir á sér hann að gleðina var ekki að finna í flöskunni en hann kláraði skólann og fór í framhaldsnám í Berlín. „Þar missti ég alveg tökin. Ég man að ég var að taka lestina í skólann og var að réttlæta fyrir mér að bjórinn væri ódýrari en vatn. Ég var bara með hinum rónunum í lestinni á leiðinni í skólann. Með bjór í flösku klukkan hálf tíu um morgun og ég var kominn á þann stað að mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt, ég væri listamaður og mætti gera það sem ég vil.“ Hann réði illa við skólann og á árunum 2015-16 missti hann alveg tökin. „Ég var bara í dagdrykkju og fimm mínútum frá því að verða alvöru róni. Ég blessunarlega slapp við að verða fíkill í önnur efni, þó ég hafi prófað allt mögulegt. Áfengi hefur alltaf verið mitt.“ Magnað að hún hafi hangið með mér Þegar hann var sem verstur vaknaði hann og varð að fá sér eitthvað til að ráða við daginn. Á þessum tíma var hann ekki orðinn pabbi en átti kærustu. „Það er eiginlega magnað að hún hafi hangið með mér allan tímann. Hún var alltaf alveg pottþétt og það var það sem hélt mér svolítið á tánum og lét mig hanga aðeins lengur smá eðlilegur.“ Árið 2016 flytja þau heim og Steingrímur var þá kominn á endastöð. „Á hverjum morgni þurfti maður að sannfæra sig um að það sé nú einhver ástæða til að vera til. Það voru ansi margir morgnar sem ég var byrjaður að hugsa að þetta væri nú bara komið gott og ég átti nokkur erfið móment.“ Þann 18. apríl árið 2016 fór Steingrímur í meðferð. „Það voru þung skref og rosalega mikil uppgjöf. Ég hugsaði alltaf að ég væri ekkert svona alkahólisti. Vogur er stórkostlegur staður því þar eru allir og allskonar. Rónar, húsmæður, bankakallar og bara allir. Það eru allir í sloppnum og jafnir. Þetta er líklega eini staðurinn á Íslandi þar sem allir eru jafnir.“ Eftir það hófst lítið sannarlega hjá Steingrími. Hann hefur verið edrú síðan, konan hans stóð með honum og saman eiga þau dóttur í dag. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Menning Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira