Fótbolti

Fékk fimm ára bann fyrir að bíta í lim mótherja síns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Æsingurinn varð full mikill eftir leik Terville og Soetrich í frönsku utandeildinni.
Æsingurinn varð full mikill eftir leik Terville og Soetrich í frönsku utandeildinni. vísir/getty

Franskur fótboltamaður hefur verið dæmdur í fimm ára bann fyrir að bíta í lim mótherja síns.

Atvikið átti sér stað eftir leik Terville og Soetrich í frönsku utandeildinni 17. nóvember á síðasta ári.

Leikmönnum liðanna lenti þá saman og leikmaður Soetrich beit leikmann Terville, sem reyndi að róa æsingamennina, í liminn.

Fórnarlambið þurfti að fara á bráðamóttöku þar sem saumuð voru tíu spor í hann. Þessi óheppni leikmaður var frá vinnu í nokkra daga eftir árásina.

Bitvargurinn fékk fimm ára bann og Soetrich þurfti að borga 200 evra sekt vegna framgöngu hans.

Fórnarlambið fékk einnig, ótrúlegt en satt, refsingu. Hann fékk sex mánaða langt bann fyrir sinn þátt í ólátunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×