Biðlar til ökumanna að sýna ökunemum virðingu: „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 11:59 Heiða Millý Torfadóttir ökukennari birti í fyrradag Facebook-færslu, þar sem hún biðlar til ökumanna að sýna óreyndum ökunemum, sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni, virðingu. Hún segir öll þau neikvæðu viðbrögð sem hún sjái gagnvart nemum sem hún kennir ekki vera þeim bjóðandi. „Kæra fólk í umferðinni á Íslandi! Nú vil ég biðla til ykkar að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið flautið eða sýnið með handahreyfingum/svipbrigðum skilningsleysi ykkar á hegðun ökunema í ökukennslu (það sama á að sjálfsögðu við um ökunema í æfingaakstri þar sem leiðbeinandinn hefur ekki einu sinni pedala til að grípa inní),“ skrifar Heiða. Hún segir að neikvæð viðbrögð gagnvart reynsluleysi ökunemans geri lítið annað en að auka á stress og óróleika hjá nemanum. „Ég stend með þeim inni í bílnum og hvet þau til að æða aldrei af stað ef þau eru hrædd, óviss eða óörugg - enda með litla sem enga reynslu á bakinu (hvet þau að sama skapi í erfiðum aðstæðum að reyna að leysa málin sjálf ef möguleikinn er fyrir hendi áður en ég gríp inn í og geri hlutina fyrir þau). Þau hafa ekki ykkar reynslu og óttast fátt eins mikið og að ná ekki að taka af stað og drepa á bílnum.“ Hún segir alla ökunema geta lent í því að drepa á bílnum á ólíklegustu stöðum, og segir ástæðu þess vera reynsluleysi. Hún ítrekar þó að allir séu að gera sitt besta. „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum eða ná ekki að taka af stað heldur þveröfugt. Í slíkum aðstæðum myndast oft rosalega mikil hræðsla og hátt streitustig hjá þeim og er ég farin að skammast ég mín fyrir viðbrögð margra ykkar reyndu ökumannanna í þessum aðstæðum,“ skrifar Heiða. Að lokum bendir hún ökumönnum á að rifja upp þegar þeir sjálfir lærðu að keyra bíl, setja sig í spor þeirra sem inni í ökukennslubílnum sitja og minna sig á hvers vegna fólk sé þar statt. Umferðaröryggi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Heiða Millý Torfadóttir ökukennari birti í fyrradag Facebook-færslu, þar sem hún biðlar til ökumanna að sýna óreyndum ökunemum, sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni, virðingu. Hún segir öll þau neikvæðu viðbrögð sem hún sjái gagnvart nemum sem hún kennir ekki vera þeim bjóðandi. „Kæra fólk í umferðinni á Íslandi! Nú vil ég biðla til ykkar að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið flautið eða sýnið með handahreyfingum/svipbrigðum skilningsleysi ykkar á hegðun ökunema í ökukennslu (það sama á að sjálfsögðu við um ökunema í æfingaakstri þar sem leiðbeinandinn hefur ekki einu sinni pedala til að grípa inní),“ skrifar Heiða. Hún segir að neikvæð viðbrögð gagnvart reynsluleysi ökunemans geri lítið annað en að auka á stress og óróleika hjá nemanum. „Ég stend með þeim inni í bílnum og hvet þau til að æða aldrei af stað ef þau eru hrædd, óviss eða óörugg - enda með litla sem enga reynslu á bakinu (hvet þau að sama skapi í erfiðum aðstæðum að reyna að leysa málin sjálf ef möguleikinn er fyrir hendi áður en ég gríp inn í og geri hlutina fyrir þau). Þau hafa ekki ykkar reynslu og óttast fátt eins mikið og að ná ekki að taka af stað og drepa á bílnum.“ Hún segir alla ökunema geta lent í því að drepa á bílnum á ólíklegustu stöðum, og segir ástæðu þess vera reynsluleysi. Hún ítrekar þó að allir séu að gera sitt besta. „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum eða ná ekki að taka af stað heldur þveröfugt. Í slíkum aðstæðum myndast oft rosalega mikil hræðsla og hátt streitustig hjá þeim og er ég farin að skammast ég mín fyrir viðbrögð margra ykkar reyndu ökumannanna í þessum aðstæðum,“ skrifar Heiða. Að lokum bendir hún ökumönnum á að rifja upp þegar þeir sjálfir lærðu að keyra bíl, setja sig í spor þeirra sem inni í ökukennslubílnum sitja og minna sig á hvers vegna fólk sé þar statt.
Umferðaröryggi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira