Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Eiður Þór Árnason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. febrúar 2020 18:15 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Stöð 2 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segist reikna fastlega með því að einhver eigi eftir að greinast með Wuhan-veiruna svokölluðu hér á landi. Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. „Það er ekki búinn að vera mikill grunur enn þá en ég held að með vaxandi umræðu og eftirliti þá efast ég ekki um að við eigum eftir að greina einhvern með þessa veirusýkingu.“ Engin andlát utan Kína „Núna er lögð áhersla á þessi andlát sem hafa orðið í Kína og við tökum aftur fram að það hafi ekki orðið nein andlát utan Kína. Það kannski spilar inn í að hugsanlega eru innviðir þar og heilbrigðiskerfið og annað kannski aðeins öðruvísi, þetta eru ef til vill einstaklingar sem hafa kannski ekki haft aðgang að stuðningi.“ Bryndís segir langlíklegast að miklu fleiri séu smitaðir af Wuhan-veirunni í Kína en fram hefur komið. „Sem þýðir að dánarhlutfallið sem nú reiknast í kringum 1 til 2 prósent, sem er bara dánararhlutfall inflúensu á hverju ári, er ef til vill mun mun lægra.“ Ekki ástæða til að örvænta „Þannig að langlíklegast er að þeir einstaklingar sem munu greinast hér á Norðurlöndunum og hér hjá okkur á Íslandi að verði ekki svo veikir.“ Hún segir þó að vissulega verði gripið til viðeigandi ráðstafana ef slíkt tilfelli kæmi upp. „Þetta neyðarástand sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir, þetta er fyrst og fremst til að styðja við ríki sem kannski hafa ekki jafn sterka innviði og við hérna á Vesturlöndum, og í öðru lagi til þess að tryggja það að við hin erum með ákveðnar viðbragðsáætlanir og það er farið yfir alla ferla, þannig að allir séu tilbúnir þegar til þess kemur.“ Bryndís bætir við að engin ástæða sé til að örvænta í ljósi þess að fæstir þeirra sem greinist með veiruna fái alvarleg einkenni.Hér má sjá viðtalið við Bryndísi Sigurðardóttur, smitsjúkdómalækni á Landspítalanum, í fullri lengd. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. 1. febrúar 2020 11:20 Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segist reikna fastlega með því að einhver eigi eftir að greinast með Wuhan-veiruna svokölluðu hér á landi. Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. „Það er ekki búinn að vera mikill grunur enn þá en ég held að með vaxandi umræðu og eftirliti þá efast ég ekki um að við eigum eftir að greina einhvern með þessa veirusýkingu.“ Engin andlát utan Kína „Núna er lögð áhersla á þessi andlát sem hafa orðið í Kína og við tökum aftur fram að það hafi ekki orðið nein andlát utan Kína. Það kannski spilar inn í að hugsanlega eru innviðir þar og heilbrigðiskerfið og annað kannski aðeins öðruvísi, þetta eru ef til vill einstaklingar sem hafa kannski ekki haft aðgang að stuðningi.“ Bryndís segir langlíklegast að miklu fleiri séu smitaðir af Wuhan-veirunni í Kína en fram hefur komið. „Sem þýðir að dánarhlutfallið sem nú reiknast í kringum 1 til 2 prósent, sem er bara dánararhlutfall inflúensu á hverju ári, er ef til vill mun mun lægra.“ Ekki ástæða til að örvænta „Þannig að langlíklegast er að þeir einstaklingar sem munu greinast hér á Norðurlöndunum og hér hjá okkur á Íslandi að verði ekki svo veikir.“ Hún segir þó að vissulega verði gripið til viðeigandi ráðstafana ef slíkt tilfelli kæmi upp. „Þetta neyðarástand sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir, þetta er fyrst og fremst til að styðja við ríki sem kannski hafa ekki jafn sterka innviði og við hérna á Vesturlöndum, og í öðru lagi til þess að tryggja það að við hin erum með ákveðnar viðbragðsáætlanir og það er farið yfir alla ferla, þannig að allir séu tilbúnir þegar til þess kemur.“ Bryndís bætir við að engin ástæða sé til að örvænta í ljósi þess að fæstir þeirra sem greinist með veiruna fái alvarleg einkenni.Hér má sjá viðtalið við Bryndísi Sigurðardóttur, smitsjúkdómalækni á Landspítalanum, í fullri lengd.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. 1. febrúar 2020 11:20 Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. 1. febrúar 2020 11:20
Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05
Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22
Samhæfingarmiðstöð virkjuð til vonar og vara Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag þar sem stilla á saman strengi í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. 31. janúar 2020 10:05
Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39