Æfðu viðbrögð við snjóflóðum í Bláfjöllum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. febrúar 2020 13:30 Frá æfingu björgunarsveita í Bláfjöllum í dag. Vísir/Frikki Stór snjóflóðaleitaræfing hófst í Bláfjöllum í morgun, þar sem hundar og fjöldi fólks koma við sögu. Skipuleggjandi æfingarinnar segir snjóflóð síðustu vikna sýna fram á mikilvægi þess að björgunarsveitir séu ávallt viðbúnar, og kunni réttu handtökin. „Við ætlum að hafa hérna stóra snjóflóðaleitaræfingu. Það eru björgunarsveitir af Reykjavíkursvæðinu og Bláfjalla-skíðasvæðinu, sem standa að þessari æfingu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, meðlimur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og einn skipuleggjenda æfingarinnar. Útkall vegna snjóflóðs var sent út klukkan 10 í morgun og þegar björgunarsveitarfólk mætti á vettvang var búið að grafa fólk og dúkkur í fönn, sem koma þurfti í skjól.„Mikilvægasta viðbragðið í snjóflóðum, sérstaklega ef fólk er ekki með ýlur, það eru snjóflóðaleitarhundar sem að markera á fólk. Það er eini möguleikinn að finna það fljótt en annars þarf að notast við stangaleit sem er mjög seinleg,“ segir Þóra.Þóra segir að æfingin hafi verið sett á dagskrá í haust. Snjóflóð síðustu vikna, bæði á Vestfjörðum og í Esjuhlíðum á miðvikudag, þar sem ungur maður fórst, hafi síðan undirstrikað mikilvægi æfinga sem þessara.„Vissulega vorum við aðeins hugsi hvort við ættum að halda áfram í ljósi mjög sorglegra atburða síðustu daga en það vilja allir vera eins vel æfðir og klárir og kostur er á. Þannig að við keyrum æfinguna í anda þess.“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir. Almannavarnir Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Stór snjóflóðaleitaræfing hófst í Bláfjöllum í morgun, þar sem hundar og fjöldi fólks koma við sögu. Skipuleggjandi æfingarinnar segir snjóflóð síðustu vikna sýna fram á mikilvægi þess að björgunarsveitir séu ávallt viðbúnar, og kunni réttu handtökin. „Við ætlum að hafa hérna stóra snjóflóðaleitaræfingu. Það eru björgunarsveitir af Reykjavíkursvæðinu og Bláfjalla-skíðasvæðinu, sem standa að þessari æfingu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, meðlimur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og einn skipuleggjenda æfingarinnar. Útkall vegna snjóflóðs var sent út klukkan 10 í morgun og þegar björgunarsveitarfólk mætti á vettvang var búið að grafa fólk og dúkkur í fönn, sem koma þurfti í skjól.„Mikilvægasta viðbragðið í snjóflóðum, sérstaklega ef fólk er ekki með ýlur, það eru snjóflóðaleitarhundar sem að markera á fólk. Það er eini möguleikinn að finna það fljótt en annars þarf að notast við stangaleit sem er mjög seinleg,“ segir Þóra.Þóra segir að æfingin hafi verið sett á dagskrá í haust. Snjóflóð síðustu vikna, bæði á Vestfjörðum og í Esjuhlíðum á miðvikudag, þar sem ungur maður fórst, hafi síðan undirstrikað mikilvægi æfinga sem þessara.„Vissulega vorum við aðeins hugsi hvort við ættum að halda áfram í ljósi mjög sorglegra atburða síðustu daga en það vilja allir vera eins vel æfðir og klárir og kostur er á. Þannig að við keyrum æfinguna í anda þess.“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir.
Almannavarnir Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira