Æfðu viðbrögð við snjóflóðum í Bláfjöllum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. febrúar 2020 13:30 Frá æfingu björgunarsveita í Bláfjöllum í dag. Vísir/Frikki Stór snjóflóðaleitaræfing hófst í Bláfjöllum í morgun, þar sem hundar og fjöldi fólks koma við sögu. Skipuleggjandi æfingarinnar segir snjóflóð síðustu vikna sýna fram á mikilvægi þess að björgunarsveitir séu ávallt viðbúnar, og kunni réttu handtökin. „Við ætlum að hafa hérna stóra snjóflóðaleitaræfingu. Það eru björgunarsveitir af Reykjavíkursvæðinu og Bláfjalla-skíðasvæðinu, sem standa að þessari æfingu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, meðlimur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og einn skipuleggjenda æfingarinnar. Útkall vegna snjóflóðs var sent út klukkan 10 í morgun og þegar björgunarsveitarfólk mætti á vettvang var búið að grafa fólk og dúkkur í fönn, sem koma þurfti í skjól.„Mikilvægasta viðbragðið í snjóflóðum, sérstaklega ef fólk er ekki með ýlur, það eru snjóflóðaleitarhundar sem að markera á fólk. Það er eini möguleikinn að finna það fljótt en annars þarf að notast við stangaleit sem er mjög seinleg,“ segir Þóra.Þóra segir að æfingin hafi verið sett á dagskrá í haust. Snjóflóð síðustu vikna, bæði á Vestfjörðum og í Esjuhlíðum á miðvikudag, þar sem ungur maður fórst, hafi síðan undirstrikað mikilvægi æfinga sem þessara.„Vissulega vorum við aðeins hugsi hvort við ættum að halda áfram í ljósi mjög sorglegra atburða síðustu daga en það vilja allir vera eins vel æfðir og klárir og kostur er á. Þannig að við keyrum æfinguna í anda þess.“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir. Almannavarnir Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Stór snjóflóðaleitaræfing hófst í Bláfjöllum í morgun, þar sem hundar og fjöldi fólks koma við sögu. Skipuleggjandi æfingarinnar segir snjóflóð síðustu vikna sýna fram á mikilvægi þess að björgunarsveitir séu ávallt viðbúnar, og kunni réttu handtökin. „Við ætlum að hafa hérna stóra snjóflóðaleitaræfingu. Það eru björgunarsveitir af Reykjavíkursvæðinu og Bláfjalla-skíðasvæðinu, sem standa að þessari æfingu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, meðlimur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og einn skipuleggjenda æfingarinnar. Útkall vegna snjóflóðs var sent út klukkan 10 í morgun og þegar björgunarsveitarfólk mætti á vettvang var búið að grafa fólk og dúkkur í fönn, sem koma þurfti í skjól.„Mikilvægasta viðbragðið í snjóflóðum, sérstaklega ef fólk er ekki með ýlur, það eru snjóflóðaleitarhundar sem að markera á fólk. Það er eini möguleikinn að finna það fljótt en annars þarf að notast við stangaleit sem er mjög seinleg,“ segir Þóra.Þóra segir að æfingin hafi verið sett á dagskrá í haust. Snjóflóð síðustu vikna, bæði á Vestfjörðum og í Esjuhlíðum á miðvikudag, þar sem ungur maður fórst, hafi síðan undirstrikað mikilvægi æfinga sem þessara.„Vissulega vorum við aðeins hugsi hvort við ættum að halda áfram í ljósi mjög sorglegra atburða síðustu daga en það vilja allir vera eins vel æfðir og klárir og kostur er á. Þannig að við keyrum æfinguna í anda þess.“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir.
Almannavarnir Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira