Erfitt að halda uppi löggæslu í fíkniefnamálum sökum álags Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. febrúar 2020 20:30 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum. Álag á lögreglumönnum sé gríðarlegt. Árið 2017 lagði lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna, hald á 46 kíló af sterkum fíkniefnum. kókaíni, amfetamíni og metamfetamíni. Árið 2018 var hald lagt á 15 kíló. Árið 2019 lagði lögreglan hald á 63,3 kíló. „Árið 2019 var algjört metár hjá okkur, bæði hvað varðar haldlögð fíkniefni og umfang mála,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi.Vísir/Frikki Yfir tvö þúsund gæsluvarðhaldsdagar í fyrra „Það er ljóst að aukningin er mjög mikil og það vekur auðvitað upp spurningar hvernig eigum við að taka á því, hvað er að gerast og hver er þróunin,“ segir Ólafur Helgi. Meira er nú flutt inn í einu, málin orðin mun flóknari og rannsóknirnar taka lengri tíma. „Til að mynda hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum verið með algjört met í gæsluvarðhaldsdögum ef við getum sagt sem svo,“ segir Jón Halldór. 63 einstaklingar sættu gæsluvarðhaldi árið 2019 í samtals 2240 daga. Það þýðir að að meðaltali sættu 6 einstaklingar gæsluvarðhaldi alla daga ársins. Langflestir vegna fíkniefnamála eða 33 einstaklingar í samtals 1415 daga. „Af þessum hópi er þetta að stærstum hluta burðardýr,“ segir Jón Halldór. Vantar meiri mannskap til að sinna málunum Margir lögreglumenn koma að hverju máli og segja þeir að álagið hafi aukist til muna. 7 manns sinna rannsókn fíkniefnamála hjá embættinu. „Við erum í vandræðum með að hafa mannskap til þess að halda uppi þeirri löggæslu í þessum efnum sem við viljum,“ segir Ólafur Helgi. Jón Halldór tegur í sama streng. „Við þyrftum í þessari deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi að vera helmingi fleiri ef vel á að vera,“ segir Jón Halldór. Þá hafi öðrum málum, til dæmis er varða smygl á fólki einnig aukist í umdæminu. Þeir segja ljóst að fíkniefnamarkaðurinn sé að stækka og mikilvægt sé að bregðast við því. Fíkniefnavandinn vágestur fyrir samfélagið „Þetta hefur gríðarlega skaðleg áhrif og skemmir fyrir mörgum. Þetta er harmleikur,“ segir Ólafur Helgi. Bæði fyrir þá sem neyti fíkniefnanna og burðardýranna. Ólafur Helgi Kjartansson.Vísir/Frikki Samfélagið verði að fara huga að því hvernig takst eigi á við fíkniefnavandann. „Þetta er náttúrulega mikill vágestur fyrir samfélagið. Þetta er að kosta heilbrigðiskerfið, lögreglu og samfélagið mjög mikið. Fyrir utan þann harmleik sem tengist þessum fjölskyldum sem standa að baki þessum einstaklingum sem verða svona óheppnir,“ segir Jón Halldór. Ef það eigi að takast sé mikilvægt að bæta í löggæslu og efla greiningavinnu. Til þess þurfi meiri mannskap. Embættið hefur sent minniblað um ástandið til dómsmálaráðherra. „Okkar vilji er sá að reyna sinna þessu sem allra best og hafa til þess nægan mannskap þannig að álagið á rannsóknarlögreglumönnum verði ekki eins mikið á hvern mann,“ segir Ólafur Helgi. Fíkn Lögreglan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum. Álag á lögreglumönnum sé gríðarlegt. Árið 2017 lagði lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna, hald á 46 kíló af sterkum fíkniefnum. kókaíni, amfetamíni og metamfetamíni. Árið 2018 var hald lagt á 15 kíló. Árið 2019 lagði lögreglan hald á 63,3 kíló. „Árið 2019 var algjört metár hjá okkur, bæði hvað varðar haldlögð fíkniefni og umfang mála,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi.Vísir/Frikki Yfir tvö þúsund gæsluvarðhaldsdagar í fyrra „Það er ljóst að aukningin er mjög mikil og það vekur auðvitað upp spurningar hvernig eigum við að taka á því, hvað er að gerast og hver er þróunin,“ segir Ólafur Helgi. Meira er nú flutt inn í einu, málin orðin mun flóknari og rannsóknirnar taka lengri tíma. „Til að mynda hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum verið með algjört met í gæsluvarðhaldsdögum ef við getum sagt sem svo,“ segir Jón Halldór. 63 einstaklingar sættu gæsluvarðhaldi árið 2019 í samtals 2240 daga. Það þýðir að að meðaltali sættu 6 einstaklingar gæsluvarðhaldi alla daga ársins. Langflestir vegna fíkniefnamála eða 33 einstaklingar í samtals 1415 daga. „Af þessum hópi er þetta að stærstum hluta burðardýr,“ segir Jón Halldór. Vantar meiri mannskap til að sinna málunum Margir lögreglumenn koma að hverju máli og segja þeir að álagið hafi aukist til muna. 7 manns sinna rannsókn fíkniefnamála hjá embættinu. „Við erum í vandræðum með að hafa mannskap til þess að halda uppi þeirri löggæslu í þessum efnum sem við viljum,“ segir Ólafur Helgi. Jón Halldór tegur í sama streng. „Við þyrftum í þessari deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi að vera helmingi fleiri ef vel á að vera,“ segir Jón Halldór. Þá hafi öðrum málum, til dæmis er varða smygl á fólki einnig aukist í umdæminu. Þeir segja ljóst að fíkniefnamarkaðurinn sé að stækka og mikilvægt sé að bregðast við því. Fíkniefnavandinn vágestur fyrir samfélagið „Þetta hefur gríðarlega skaðleg áhrif og skemmir fyrir mörgum. Þetta er harmleikur,“ segir Ólafur Helgi. Bæði fyrir þá sem neyti fíkniefnanna og burðardýranna. Ólafur Helgi Kjartansson.Vísir/Frikki Samfélagið verði að fara huga að því hvernig takst eigi á við fíkniefnavandann. „Þetta er náttúrulega mikill vágestur fyrir samfélagið. Þetta er að kosta heilbrigðiskerfið, lögreglu og samfélagið mjög mikið. Fyrir utan þann harmleik sem tengist þessum fjölskyldum sem standa að baki þessum einstaklingum sem verða svona óheppnir,“ segir Jón Halldór. Ef það eigi að takast sé mikilvægt að bæta í löggæslu og efla greiningavinnu. Til þess þurfi meiri mannskap. Embættið hefur sent minniblað um ástandið til dómsmálaráðherra. „Okkar vilji er sá að reyna sinna þessu sem allra best og hafa til þess nægan mannskap þannig að álagið á rannsóknarlögreglumönnum verði ekki eins mikið á hvern mann,“ segir Ólafur Helgi.
Fíkn Lögreglan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira