Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 23:30 Myndin er tekin í Bláfjöllum en til stendur að byrja að koma snjóflóðum af stað með sprengjum í Hlíðarfjalli á Akureyri í lok þessa mánaðar eða byrjun þess næsta. Vísir/Vilhelm Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. Þetta segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, í samtali við fréttastofu Vísis. Fest hafa verið kaup á þrenns konar sprengitækni sem notuð verður til snjóflóðasprenginga. „Við erum að kaupa turn sem sleppir sprengiefni niður og gefur frá sér höggbylgju sem hleypir af þessum lausa snjó sem er til staðar. Svo verðum við með fallbyssu sem við skjótum af upp í snjóinn og svo verðum við líka með handsprengjur, sem við hendum fram af og losum snjóinn þannig,“ segir Guðmundur. Slík tækni hefur verið í notkun víða erlendis um árabil en hefur enn ekki verið tekin í notkun hér á landi. Margir kannast eflaust við notkun slíkrar sprengjutækni á skíðasvæðum erlendis og hefur hún sérstaklega reynst vel í Ölpunum. Vafasamt að nota slíka tækni fyrir ofan byggð Tilraunir voru gerðar hér á landi með svona sprengjur á Vestfjörðum fyrir nokkrum árum á vegum Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður setursins, sagði í samtali við fréttastofu Vísis árið 2014 að tilraunir hafi gengið vel.Sjá einnig: Nota sprengjur til að draga úr hættu á snjóflóðumSlíkan búnað er þó vafasamt að nota nærri byggð og hefur það almennt ekki verið gert. Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræða hjá Veðurstofunni, segir að slíkt hafi ekki verið gert nema fyrir ofan tvö eða þrjú þorp í Sviss. Hann segir það sjaldan vera öruggt að flóðin sem komið sé af stað verði lítil og til séu dæmi um að snjóflóð hafi verið sett af stað sem urðu mun stærri en búist var við og lentu á byggð. Notkun slíks búnaðar sé þó tilvalin fyrir ofan vegi eða útivistarsvæði þar sem hægt sé að stöðva umferð eða þá að snjóflóð séu sprengd af stað áður en svæðið er opnað og ekki talin hætta á að slys verði. Þá segir Tómas að forðast eigi að sprengja upp snjóflóð á fjölförnum svæðum, alltaf sé hætta á að tjón eða slys geti orðið sem hefðu annars ekki orðið ef verið er að sprengja að óþörfu. „Þetta er spennandi og ég held að þetta sé það sem koma skal. Þetta er mikið notað til að verja vegi, skíðaleiðir og skíðamannvirki í Ölpunum og bara úti um allt. Menn eru að sprengja til þess að halda örygginu í hámarki,“ segir Guðmundur. Byrjað að sprengja um næstu mánaðarmót Guðmundur segir sprengiefnið í þessum snjóflóðasprengjum sérstakt. Það sé sneggra að kveikja í og hafi snöggan sprengikraft. „Sprengiefni er bara sprengiefni, höldum við, ég og þú en þetta eru sérstök sprengiefni sem að hafa mjög snöggan sprengikraft. Þannig að þegar kviknar í þá eru höggið og höggbylgjan mun hraðari en almennt. Það er ekki nóg að fara og kaupa venjulegt sprengiefni heldur er þetta sérstakt sprengiefni sem brennir hraðar.“ Hann segir líklegt að önnur skíðasvæði horfi til Hlíðarfjalls þegar tækin verða komin í notkun. Hann viti að nokkur svæði hafi verið að íhuga kaup á slíkum búnaði. „Þetta eru skíðasvæði eins og í Fjallabyggð og Oddsskarði. Þetta eru þau skíðasvæði sem ég veit að eru að horfa til hverslags svona búnaðar til þess að losa snjóinn af því að við erum búin í þeim fasa að færa alltaf skíðasvæðið burtu vegna snjóflóðahættu,“ segir hann og tekur dæmi um Ísafjörð og Siglufjörð þar sem skíðasvæðin voru færð vegna snjóflóðahættu. „Við förum að sprengja núna einhvern tíma seinni partinn í febrúar eða byrjun mars. Þannig að við erum bara að koma okkur í gírinn.“ Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. Þetta segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, í samtali við fréttastofu Vísis. Fest hafa verið kaup á þrenns konar sprengitækni sem notuð verður til snjóflóðasprenginga. „Við erum að kaupa turn sem sleppir sprengiefni niður og gefur frá sér höggbylgju sem hleypir af þessum lausa snjó sem er til staðar. Svo verðum við með fallbyssu sem við skjótum af upp í snjóinn og svo verðum við líka með handsprengjur, sem við hendum fram af og losum snjóinn þannig,“ segir Guðmundur. Slík tækni hefur verið í notkun víða erlendis um árabil en hefur enn ekki verið tekin í notkun hér á landi. Margir kannast eflaust við notkun slíkrar sprengjutækni á skíðasvæðum erlendis og hefur hún sérstaklega reynst vel í Ölpunum. Vafasamt að nota slíka tækni fyrir ofan byggð Tilraunir voru gerðar hér á landi með svona sprengjur á Vestfjörðum fyrir nokkrum árum á vegum Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður setursins, sagði í samtali við fréttastofu Vísis árið 2014 að tilraunir hafi gengið vel.Sjá einnig: Nota sprengjur til að draga úr hættu á snjóflóðumSlíkan búnað er þó vafasamt að nota nærri byggð og hefur það almennt ekki verið gert. Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræða hjá Veðurstofunni, segir að slíkt hafi ekki verið gert nema fyrir ofan tvö eða þrjú þorp í Sviss. Hann segir það sjaldan vera öruggt að flóðin sem komið sé af stað verði lítil og til séu dæmi um að snjóflóð hafi verið sett af stað sem urðu mun stærri en búist var við og lentu á byggð. Notkun slíks búnaðar sé þó tilvalin fyrir ofan vegi eða útivistarsvæði þar sem hægt sé að stöðva umferð eða þá að snjóflóð séu sprengd af stað áður en svæðið er opnað og ekki talin hætta á að slys verði. Þá segir Tómas að forðast eigi að sprengja upp snjóflóð á fjölförnum svæðum, alltaf sé hætta á að tjón eða slys geti orðið sem hefðu annars ekki orðið ef verið er að sprengja að óþörfu. „Þetta er spennandi og ég held að þetta sé það sem koma skal. Þetta er mikið notað til að verja vegi, skíðaleiðir og skíðamannvirki í Ölpunum og bara úti um allt. Menn eru að sprengja til þess að halda örygginu í hámarki,“ segir Guðmundur. Byrjað að sprengja um næstu mánaðarmót Guðmundur segir sprengiefnið í þessum snjóflóðasprengjum sérstakt. Það sé sneggra að kveikja í og hafi snöggan sprengikraft. „Sprengiefni er bara sprengiefni, höldum við, ég og þú en þetta eru sérstök sprengiefni sem að hafa mjög snöggan sprengikraft. Þannig að þegar kviknar í þá eru höggið og höggbylgjan mun hraðari en almennt. Það er ekki nóg að fara og kaupa venjulegt sprengiefni heldur er þetta sérstakt sprengiefni sem brennir hraðar.“ Hann segir líklegt að önnur skíðasvæði horfi til Hlíðarfjalls þegar tækin verða komin í notkun. Hann viti að nokkur svæði hafi verið að íhuga kaup á slíkum búnaði. „Þetta eru skíðasvæði eins og í Fjallabyggð og Oddsskarði. Þetta eru þau skíðasvæði sem ég veit að eru að horfa til hverslags svona búnaðar til þess að losa snjóinn af því að við erum búin í þeim fasa að færa alltaf skíðasvæðið burtu vegna snjóflóðahættu,“ segir hann og tekur dæmi um Ísafjörð og Siglufjörð þar sem skíðasvæðin voru færð vegna snjóflóðahættu. „Við förum að sprengja núna einhvern tíma seinni partinn í febrúar eða byrjun mars. Þannig að við erum bara að koma okkur í gírinn.“
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira