Lífið

Kalla eftir fyndnum myndum af dýrum

Samúel Karl Ólason skrifar
CWPA er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum.
CWPA er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum.

Búið er að opna keppnina um fyndnustu dýralífsmynd ársins fyrir árið 2020. Hver sem er getur lagt fram mynd til keppninnar sem ber heitið The Comedy Wildlife Photography Awards og er það gert á vef keppninnar. CWPA er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum.

Keppninni lýkur svo þann 31. maí og hefst þá ferlið við að velja bestu myndirnar sem bárust úr.

Sjá einnig: Fyndnustu dýralífsmyndir ársins valdar

Í fyrra bárust um fjögur þúsund myndir frá 68 löndum. 40 myndir voru valdar til að keppa til úrslita. Að endingu var það mynd Söruh Walker sem vann æðstu verðlaun keppninnar.

Hér að neðan má svo sjá nokkrar góðar myndir sem hafa sendar í keppnina á undanförnum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×