Vill banna myndatökur af grunuðum og vitnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2020 13:36 Þorsteinn Sæmundsson og félagar í Miðflokknum vilja banna myndatökur af sakborningum og vitnum í og við dómshús. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins vilja meina fjölmiðlum að taka myndir í dómshúsum af sakborningum, vitnum og hverjum öðrum sem tengjast dómsmálum sem þar eru til meðferðar. Verði frumvarp flokksins um breytingar á lögunum samþykkt verða myndatökur og hljóðupptökur af sakborningum eða vitnum á leið í dómshús eða frá því óheimilar. Þorsteinn Sæmundsson er flutningsmaður frumvarpsins en vísað er til fyrirmynda frá Noregi og Danmörku þar sem myndatökur eru bannaðar á leið til eða frá þinghaldi og sömuleiðis í dómshúsi. Misjafnt er hvernig þessu er farið milli landa. Hér á landi hafa ljósmyndarar fjölmiðla getað tekið myndir í og við dómshús. Bæði í málum sem þangað eru komin til meðferðar og sömuleiðis þegar grunaðir menn eru leiddir fyrir dómara og gerð gæsluvarðhaldskrafa. Hins vegar hefur ekki mátt taka myndir eftir að dómari mætir í dómssal. Í Bretlandi er verið að fara í hina áttina og opna dómstólana frekar fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur verið ákveðið að leyfa myndatökur í breskum dómssölum þar sem þær hafa verið bannaðar hingað til. Frumvarp þess efnis hefur verið lagt fyrir breska þingið og talið að það fái brautagengi. Er miðað við að leyfi fáist til að mynda í dómssölum þegar dómur er upp kveðinn. Telja myndatökur geta haft slæm áhrif Í greinargerð Miðflokksmanna sem fylgir frumvarpinu segir að þeir telji að mjög hafi færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum eigi þetta við í opinberum málum. „Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi. Slíkar myndatökur geta haft óeðlileg áhrif á gang mála.“ Frumvarp Miðflokksmanna er ekki nýtt af nálinni. Má segja að það dúkki upp með reglulegu millibili. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lagði fram sambærilegt frumvarp árið 2012 og var það endurflutt á síðasta löggjafarþingi. Málið var til umræðu á Alþingi í gær og má sjá hana hér að neðan. Þar tókust helst á þeir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, og Þorsteinn Sæmundsson. Óhætt er að segja að þeir sjái hlutina í ólíku ljósi. Dómstólar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Tekist á um skepnuna sem gleymir engu Tekist var á um birtingu dóma á netinu og nafnleynd í sakamálum á málþingi dómara og lögmanna í dag. 28. nóvember 2018 18:15 Myndatökur við dómshús þörf umræða "Það er ekki nokkur vafi á því að fólki finnist þetta óþægilegt. Menn hafa leitað til okkar og beðið um hjálp við að forðast myndatökurnar." 23. nóvember 2012 15:13 Siv vill banna myndatökur í og við dómshús Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt frumvarp fram á Alþingi þess efnis að myndatökur í og við dómshús verði bannaðar. Aðrir en dómstólarnir sjálfir mega því ekki taka upp myndskeið eða myndir í dómshúsum. 22. nóvember 2012 13:48 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins vilja meina fjölmiðlum að taka myndir í dómshúsum af sakborningum, vitnum og hverjum öðrum sem tengjast dómsmálum sem þar eru til meðferðar. Verði frumvarp flokksins um breytingar á lögunum samþykkt verða myndatökur og hljóðupptökur af sakborningum eða vitnum á leið í dómshús eða frá því óheimilar. Þorsteinn Sæmundsson er flutningsmaður frumvarpsins en vísað er til fyrirmynda frá Noregi og Danmörku þar sem myndatökur eru bannaðar á leið til eða frá þinghaldi og sömuleiðis í dómshúsi. Misjafnt er hvernig þessu er farið milli landa. Hér á landi hafa ljósmyndarar fjölmiðla getað tekið myndir í og við dómshús. Bæði í málum sem þangað eru komin til meðferðar og sömuleiðis þegar grunaðir menn eru leiddir fyrir dómara og gerð gæsluvarðhaldskrafa. Hins vegar hefur ekki mátt taka myndir eftir að dómari mætir í dómssal. Í Bretlandi er verið að fara í hina áttina og opna dómstólana frekar fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur verið ákveðið að leyfa myndatökur í breskum dómssölum þar sem þær hafa verið bannaðar hingað til. Frumvarp þess efnis hefur verið lagt fyrir breska þingið og talið að það fái brautagengi. Er miðað við að leyfi fáist til að mynda í dómssölum þegar dómur er upp kveðinn. Telja myndatökur geta haft slæm áhrif Í greinargerð Miðflokksmanna sem fylgir frumvarpinu segir að þeir telji að mjög hafi færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum eigi þetta við í opinberum málum. „Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi. Slíkar myndatökur geta haft óeðlileg áhrif á gang mála.“ Frumvarp Miðflokksmanna er ekki nýtt af nálinni. Má segja að það dúkki upp með reglulegu millibili. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lagði fram sambærilegt frumvarp árið 2012 og var það endurflutt á síðasta löggjafarþingi. Málið var til umræðu á Alþingi í gær og má sjá hana hér að neðan. Þar tókust helst á þeir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, og Þorsteinn Sæmundsson. Óhætt er að segja að þeir sjái hlutina í ólíku ljósi.
Dómstólar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Tekist á um skepnuna sem gleymir engu Tekist var á um birtingu dóma á netinu og nafnleynd í sakamálum á málþingi dómara og lögmanna í dag. 28. nóvember 2018 18:15 Myndatökur við dómshús þörf umræða "Það er ekki nokkur vafi á því að fólki finnist þetta óþægilegt. Menn hafa leitað til okkar og beðið um hjálp við að forðast myndatökurnar." 23. nóvember 2012 15:13 Siv vill banna myndatökur í og við dómshús Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt frumvarp fram á Alþingi þess efnis að myndatökur í og við dómshús verði bannaðar. Aðrir en dómstólarnir sjálfir mega því ekki taka upp myndskeið eða myndir í dómshúsum. 22. nóvember 2012 13:48 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04
Tekist á um skepnuna sem gleymir engu Tekist var á um birtingu dóma á netinu og nafnleynd í sakamálum á málþingi dómara og lögmanna í dag. 28. nóvember 2018 18:15
Myndatökur við dómshús þörf umræða "Það er ekki nokkur vafi á því að fólki finnist þetta óþægilegt. Menn hafa leitað til okkar og beðið um hjálp við að forðast myndatökurnar." 23. nóvember 2012 15:13
Siv vill banna myndatökur í og við dómshús Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt frumvarp fram á Alþingi þess efnis að myndatökur í og við dómshús verði bannaðar. Aðrir en dómstólarnir sjálfir mega því ekki taka upp myndskeið eða myndir í dómshúsum. 22. nóvember 2012 13:48