Manndrápsmál verður tekið fyrir í Hæstarétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 07:45 Frá vettvangi brunans að Kirkjuvegi á Selfossi. Vísir/EGill Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Vigfúsar Ólafssonar, sem dæmdur var í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti fyrir manndráp með því að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í Landsrétti í desember 2019. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús leitaði leyfis til að áfrýja dómi Landsréttar skömmu eftir að dómurinn féll í desember. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að lögmaður hans hafi m.a. borið því fyrir sig að skera þyrfti úr um mörk ásetnings og gáleysis í málinu, auk þess sem niðurstaða Landsréttar um ásetning Vigfúsar til manndráps hafi verið á skjön við réttarframkvæmd og skrif fræðimanna. Dómur Landsréttar sé jafnframt bersýnilega rangur að efni til.Vigfús við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/MHHHæstiréttur féllst á umsókn Vigfúss á þeim grundvelli að úrlausn um mörk ásetnings og gáleysis í máli af þeim toga sem hér um ræðir myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess sem mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp. Eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22 Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53 Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Vigfúsar Ólafssonar, sem dæmdur var í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti fyrir manndráp með því að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í Landsrétti í desember 2019. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús leitaði leyfis til að áfrýja dómi Landsréttar skömmu eftir að dómurinn féll í desember. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að lögmaður hans hafi m.a. borið því fyrir sig að skera þyrfti úr um mörk ásetnings og gáleysis í málinu, auk þess sem niðurstaða Landsréttar um ásetning Vigfúsar til manndráps hafi verið á skjön við réttarframkvæmd og skrif fræðimanna. Dómur Landsréttar sé jafnframt bersýnilega rangur að efni til.Vigfús við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/MHHHæstiréttur féllst á umsókn Vigfúss á þeim grundvelli að úrlausn um mörk ásetnings og gáleysis í máli af þeim toga sem hér um ræðir myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess sem mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp. Eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22 Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53 Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22
Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53
Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00