Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall starfsmanna Eflingar hjá borginni stendur enn yfir og gert er ráð fyrir þremur sólarhringsverkföllum í næstu viku ef ekki verður samið. Efling hefur fallist á taxtahækkanir í takt við lífskjarasamninginn sem nema samtals 90 þúsund krónum. En til viðbótar er krafist leiðréttingar á lægstu launum, frá ríflega tuttugu þúsund krónum upp í ríflega fimmtíu þúsund krónur. Lægstu launin myndu þá hækka um ríflega 142 þúsund krónur. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, vill ekki svara því beint hvort það sé leiðréttingin sem standi í vegi fyrir samningum. „Ég get ekki svarað þessu öðru en því að við erum að fara vel yfir einstök mál og þar kemur launaliðurinn inn í," segir Harpa. Nefnt hefur verið að ef laun ófaglærðra starfsmanna á leikskóla fái þá hækkun sem krafa er um séu þau komin of nálægt launum fagmenntaðra leikskólakennara. „Við erum að horfa í það að það var samið um ákveðinn grunn í lífskjarasamningi og við erum ekki eyland þar.“Þannig að leiðréttingin passar ekki þarna inn í?„Við erum að skoða þetta í einu stóru samhengi. Ég get ekki svarað þessu öðruvísi,“ segir Harpa. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti skýrt að það sé leiðréttingin sem standi í nefndinni. „Já, ég myndi segja að það væri okkar afstaða að þau hafa ekki sýnt henni neinn áhuga.“En eru þessar launahækkanir með viðbættri leiðréttingu of nálægt launum faglærðra leikskólakennara? „Nei. Ég held að það sem búi til erfiðleika er það óþolandi ástand sem hefur látið líðast,“ svarar Sólveig Anna og bendir á að við verkfallsvörslu í dag hafi hún fundið mikinn stuðning frá starfsfólki leikskóla sem komi frá öðrum stéttarfélögum, þar á meðal leikskólakennurum.En ættu ófaglærðir ekki sannarlega að vera með lægri laun en faglærðir kennarar?„Þetta er mjög stór siðferðisleg og pólitísk spurning,“ segir Sólveig Anna og bendir á að svarið sé tilefni í mikla umræðu sem hún ætli ekki að taka að þessu sinni. „Við erum aftur á móti í þeirri stöðu að Eflingarfólk er í mjög miklum mæli að ganga markvisst í þau störf sem faglærðir leikskólakennarar ættu sannarlega að vera að starfa en gera ekki af ýmsum ástæðum. Þá hlýt ég að spyrja á móti: „Er eðlilegt að gera allar sömu kröfur til starfsfólks, láta það bera mjög mikla ábyrgð eins og fjöldi deildarstjóra í Eflingu, en greiða laun sem duga ekki til að komast af á.“Fyrirsögnin fréttarinnar hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Sólarhringsverkfall starfsmanna Eflingar hjá borginni stendur enn yfir og gert er ráð fyrir þremur sólarhringsverkföllum í næstu viku ef ekki verður samið. Efling hefur fallist á taxtahækkanir í takt við lífskjarasamninginn sem nema samtals 90 þúsund krónum. En til viðbótar er krafist leiðréttingar á lægstu launum, frá ríflega tuttugu þúsund krónum upp í ríflega fimmtíu þúsund krónur. Lægstu launin myndu þá hækka um ríflega 142 þúsund krónur. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, vill ekki svara því beint hvort það sé leiðréttingin sem standi í vegi fyrir samningum. „Ég get ekki svarað þessu öðru en því að við erum að fara vel yfir einstök mál og þar kemur launaliðurinn inn í," segir Harpa. Nefnt hefur verið að ef laun ófaglærðra starfsmanna á leikskóla fái þá hækkun sem krafa er um séu þau komin of nálægt launum fagmenntaðra leikskólakennara. „Við erum að horfa í það að það var samið um ákveðinn grunn í lífskjarasamningi og við erum ekki eyland þar.“Þannig að leiðréttingin passar ekki þarna inn í?„Við erum að skoða þetta í einu stóru samhengi. Ég get ekki svarað þessu öðruvísi,“ segir Harpa. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti skýrt að það sé leiðréttingin sem standi í nefndinni. „Já, ég myndi segja að það væri okkar afstaða að þau hafa ekki sýnt henni neinn áhuga.“En eru þessar launahækkanir með viðbættri leiðréttingu of nálægt launum faglærðra leikskólakennara? „Nei. Ég held að það sem búi til erfiðleika er það óþolandi ástand sem hefur látið líðast,“ svarar Sólveig Anna og bendir á að við verkfallsvörslu í dag hafi hún fundið mikinn stuðning frá starfsfólki leikskóla sem komi frá öðrum stéttarfélögum, þar á meðal leikskólakennurum.En ættu ófaglærðir ekki sannarlega að vera með lægri laun en faglærðir kennarar?„Þetta er mjög stór siðferðisleg og pólitísk spurning,“ segir Sólveig Anna og bendir á að svarið sé tilefni í mikla umræðu sem hún ætli ekki að taka að þessu sinni. „Við erum aftur á móti í þeirri stöðu að Eflingarfólk er í mjög miklum mæli að ganga markvisst í þau störf sem faglærðir leikskólakennarar ættu sannarlega að vera að starfa en gera ekki af ýmsum ástæðum. Þá hlýt ég að spyrja á móti: „Er eðlilegt að gera allar sömu kröfur til starfsfólks, láta það bera mjög mikla ábyrgð eins og fjöldi deildarstjóra í Eflingu, en greiða laun sem duga ekki til að komast af á.“Fyrirsögnin fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38
Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels