Það er rosaleg dagskrá á Stöð 2 Sport í dag og allt fram á kvöld. Alls eru ellefu beinar útsendingar á dagskránni í dag.
Dagurinn hefst með slag í ensku B-deildinni en dagurinn bíður ekki bara upp á enskan fótbolta því einnig verður boðið upp á spænskan og ítalskan fótbolta.
Cristiano Ronaldo og hans menn mæta Hellas Verona á heimavelli en sjóðheitur Ronaldo hefur skorað í níu leikjum í röð.
Stuðningsmenn Leeds fá eitthvað fyrir sinn snúð en þeirra menn, sem hafa heldur betur fatast flugið, mæta Nottingham Forest. Flautað til leiks 17.30.
Það verður svo tvíhöfði úr KA-heimilinu í Olís-deildunum. Fyrri leikurinn milli KA/Þór og Fram í Olís-deild kvenna en sá síðari í karlaboltanum þegar Íslandsmeistarar Selfoss koma í heimsókn.
Tvö hetustu liðin í Dominos-deild kvenna, Íslandsmeistarar Vals og Haukar, mætast í Origo-höllinni í stórleik umferðarinnar í Dominos-deild kvenna.
Tvö golfmót fara svo fram í dag og nótt; AT&T Pebble Beach Pro-Am og ISPS Handa Vic Open.
Allar beinu útsendingar næstu daga má sjá hér.
Beinar útsendingar dagsins:
12.25 Wigan - Preston North End (Stöð 2 Sport)
13.50 Fiorentina - Atalanta (Stöð 2 Sport 4)
14.25 KA/Þór - Fram (Stöð 2 Sport)
14.50 Getafe - Valencia (Stöð 2 Sport 2)
15.50 Haukar - Valur (Stöð 2 Sport 3)
16.50 KA - Selfoss (Stöð 2 Sport)
17.25 Nottingham Forest - Leeds (Stöð 2 Sport 2)
18.00 AT&T Pebble Beach Pro-Am (Stöð 2 Golf)
19.40 Hellas Verona - Juventus (Stöð 2 Sport)
19.55 Atletico Madrid - Granada (Stöð 2 Sport)
01.30 ISPS Handa Vic Open (Stöð 2 Golf)
Í beinni í dag: Leeds, Ronaldo og tvíhöfði í Olís-deildinni
