Skólahljómsveit Kópavogs hefur fengið nýtt húsnæði Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 21:14 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Össur Geirsson skólastjóri hljómsveitarinnar við athöfnina í dag. Aðsend Ný kennsluaðstaða Skólahljómsveitar Kópavogs var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Húsnæðið er nýbyggð álma við Álfhólsskóla í Digranesi þar sem er að finna kennslustofur, geymslurými og skrifstofu skólans ásamt æfingasal fyrir hljómsveitarstarfið. Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta sé fyrsta sérhannaða húsnæðið fyrir skólahljómsveit sem tekið sé í notkun á landinu. „Með húsnæðinu rætist langþráður draumur um varanlegt og sérhannað húsnæði fyrir hljómsveitina sem hefur starfað í Kópavogi í rúmlega hálfa öld, vonandi verður byggingin lyftistöng fyrir það góða starf sem Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt fyrir,“ sagði Össur Geirsson skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs við tækifærið. Össur Geirsson, Ármann Kr. Ólafsson og Áslaug Eiríksdóttir, formaður foreldrafélags hljómsveitarinnar.Aðsend Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skólahljómsveitin hafi verið starfrækt frá árinu 1967 og því ríflega hálfrar aldar gömul. Nemendafjöldi frá upphafi skipti þúsundum og margir tónlistarmenn þjóðarinnar hafi stigið sín fyrstu skref í hljómsveitinni. Í dag eru um tvö hundruð nemendur í hljómsveitinni ásamt sextán kennurum sem flestir eru í hlutastarfi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði við athöfnina að skólahljómsveitin væri órjúfanlegur hluti menningarlífs bæjarins og hún hafi verið það í áratugi. Hún væri jafnframt mikilvægur hluti í tónlistaruppeldi barna í bænum. „Svo ég vitni í verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur þá er Skólahjómsveit Kópavogs besta uppeldisstofnun sem völ er á og allir foreldrar ættu að senda börnin sín í hana. Þessi orð segja allt um hljómsveitina og það ómetanlega starf sem starfsfólk undir stjórn Össurar og forvera hans hafa unnið. Við í bæjarstjórn Kópavogs erum afar stolt af því að búa hljómsveitinni svona góða umgjörð,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við vígsluna. Ármann Kr. Ólafsson sýndi nokkra takta ásamt Kjartani Guðnasyni, slagverksleikara og kennara við hljómsveitina.Aðsend Kópavogur Tónlist Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ný kennsluaðstaða Skólahljómsveitar Kópavogs var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Húsnæðið er nýbyggð álma við Álfhólsskóla í Digranesi þar sem er að finna kennslustofur, geymslurými og skrifstofu skólans ásamt æfingasal fyrir hljómsveitarstarfið. Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta sé fyrsta sérhannaða húsnæðið fyrir skólahljómsveit sem tekið sé í notkun á landinu. „Með húsnæðinu rætist langþráður draumur um varanlegt og sérhannað húsnæði fyrir hljómsveitina sem hefur starfað í Kópavogi í rúmlega hálfa öld, vonandi verður byggingin lyftistöng fyrir það góða starf sem Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt fyrir,“ sagði Össur Geirsson skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs við tækifærið. Össur Geirsson, Ármann Kr. Ólafsson og Áslaug Eiríksdóttir, formaður foreldrafélags hljómsveitarinnar.Aðsend Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skólahljómsveitin hafi verið starfrækt frá árinu 1967 og því ríflega hálfrar aldar gömul. Nemendafjöldi frá upphafi skipti þúsundum og margir tónlistarmenn þjóðarinnar hafi stigið sín fyrstu skref í hljómsveitinni. Í dag eru um tvö hundruð nemendur í hljómsveitinni ásamt sextán kennurum sem flestir eru í hlutastarfi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði við athöfnina að skólahljómsveitin væri órjúfanlegur hluti menningarlífs bæjarins og hún hafi verið það í áratugi. Hún væri jafnframt mikilvægur hluti í tónlistaruppeldi barna í bænum. „Svo ég vitni í verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur þá er Skólahjómsveit Kópavogs besta uppeldisstofnun sem völ er á og allir foreldrar ættu að senda börnin sín í hana. Þessi orð segja allt um hljómsveitina og það ómetanlega starf sem starfsfólk undir stjórn Össurar og forvera hans hafa unnið. Við í bæjarstjórn Kópavogs erum afar stolt af því að búa hljómsveitinni svona góða umgjörð,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við vígsluna. Ármann Kr. Ólafsson sýndi nokkra takta ásamt Kjartani Guðnasyni, slagverksleikara og kennara við hljómsveitina.Aðsend
Kópavogur Tónlist Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira