Innleiðir styðjandi samfélag og verður heilavinabær Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2020 20:00 Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsti heilavinabærinn hér á landi en verkefni þess efnis var nýverið hleypt af stokkunum. Allir geta nú gerst heilavinir og lært að koma heilabiluðum til aðstoðar. Öldrunarheimili Akureyrar og Alzheimer-samtökin hafa að undanförnu unnið að verkefni sem miðar að því að Akureyri verði svokallað styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Á fundi þar sem verkefnið var kynnt á föstudaginn var orðið heilavinabær notað um verkefnið. En hvað felst í því að vera svokallað styðjandi samfélag? „Það felst í rauninni bara það að veita þeim athygli sem kannski sýna einhver merki um að þau séu í vandræðum. Það getur verið að fólk hafi villst, það átti sig ekki alveg á því hvað þar er, finni ekki vörur í verslunum, viti ekki alveg hvernig þau eiga að nota peningana og borga fyrir,“ segir Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Þannig muni stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akureyri fá fræðslu um hvernig best sé að koma heilabiluðum til aðstoðar lendi þeir í vanda. Viðtökurnar hafa þegar verið góðar. „Við höfðum samband verslanirnar hér á Akureyri, meðal annars Bónus, sem tóku vel í þetta og eru búin að negla niður eitt kvöld með þeim 70 manns,“ segir Hulda. Verkefnið Heilavinur hefur einnig verið sett af stað og er Eliza Reid, forsetafrú, fyrsti heilavinurinn. Allir geta gerst heilavinir með því að sækja sér fræðslu inn á heilavinur.is. Heilavinir skuldbinda sig til að veita aðstoð þegar hennar er þörf. „Til dæmis ef þú sérð einhvern ráðvilltan í verslun, út á götu, þá bara hreinlega stíga skrefið og bjóða fram aðstoð þína,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna. Markmiðið með verkefninu er meðal annars að útrýma fordómum. „Þetta var svolítil skömm en núna er fólk í auknum mæli að stíga fram þegar það fær greiningu, að tilkynna og segja frá. Þau nota orðin að koma út úr skápnum vegna þess að það fylgir þessu svo mikil léttir en um leið verður samfélagið líka að vera tilbúið taka á móti þessu fólki.“ Heilavinur from AK film on Vimeo. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05 Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsti heilavinabærinn hér á landi en verkefni þess efnis var nýverið hleypt af stokkunum. Allir geta nú gerst heilavinir og lært að koma heilabiluðum til aðstoðar. Öldrunarheimili Akureyrar og Alzheimer-samtökin hafa að undanförnu unnið að verkefni sem miðar að því að Akureyri verði svokallað styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Á fundi þar sem verkefnið var kynnt á föstudaginn var orðið heilavinabær notað um verkefnið. En hvað felst í því að vera svokallað styðjandi samfélag? „Það felst í rauninni bara það að veita þeim athygli sem kannski sýna einhver merki um að þau séu í vandræðum. Það getur verið að fólk hafi villst, það átti sig ekki alveg á því hvað þar er, finni ekki vörur í verslunum, viti ekki alveg hvernig þau eiga að nota peningana og borga fyrir,“ segir Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Þannig muni stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akureyri fá fræðslu um hvernig best sé að koma heilabiluðum til aðstoðar lendi þeir í vanda. Viðtökurnar hafa þegar verið góðar. „Við höfðum samband verslanirnar hér á Akureyri, meðal annars Bónus, sem tóku vel í þetta og eru búin að negla niður eitt kvöld með þeim 70 manns,“ segir Hulda. Verkefnið Heilavinur hefur einnig verið sett af stað og er Eliza Reid, forsetafrú, fyrsti heilavinurinn. Allir geta gerst heilavinir með því að sækja sér fræðslu inn á heilavinur.is. Heilavinir skuldbinda sig til að veita aðstoð þegar hennar er þörf. „Til dæmis ef þú sérð einhvern ráðvilltan í verslun, út á götu, þá bara hreinlega stíga skrefið og bjóða fram aðstoð þína,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna. Markmiðið með verkefninu er meðal annars að útrýma fordómum. „Þetta var svolítil skömm en núna er fólk í auknum mæli að stíga fram þegar það fær greiningu, að tilkynna og segja frá. Þau nota orðin að koma út úr skápnum vegna þess að það fylgir þessu svo mikil léttir en um leið verður samfélagið líka að vera tilbúið taka á móti þessu fólki.“ Heilavinur from AK film on Vimeo.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05 Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05
Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00
„Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent