Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2020 15:31 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. Hann fór yfir þann lærdóm sem yfirvöld hafa dregið að fyrirkomulagi skimana á landamærum að undanförnu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sem kunnugt er verður sú breyting gerð á skimunum á landamærum frá og með miðvikudeginum næstkomandi að allir þeir sem koma hingað til lands þurfa að fara í skimun við komu til landsins. Í kjölfarið fylgir sóttkví í fimm til sex daga áður en farið er í seinni skimun. Hvaða atriði eru það sem við höfum lært og hvað hefur þessi skimun fært okkur þekkingu um spurði Þórólfur á fundinum, áður en hann svaraði eigin spurningu. „Það er í fyrsta lagi að skimun á landamærum finnur smit hjá flestum einstaklingum og kemur þannig í veg fyrir fjölda smita inn í landið. Hins vegar hefur smit komist framhjá skimuninni og valdið hér hópsýkingum í tveimur tilfellum sem við höfum fjallað mikið um hér á undanförnum vikum,“ sagði Þórólfur. Það hafi gert það verkum að önnur hópsýkingin hafi náð að dreifa sér um landið þannig að tæplega 130 einstaklingar hafi smitast, og þar af fjórir verðir lagðir inn á sjúkrahús. „Líka höfum við lært að einstaklingar geta verið með neikvætt próf í fyrstu skimun en síðan þróað með sér smit sem finnst í sýnatöku tvö. Þannig að það má segja það að sýnataka tvö er nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands,“ sagði Þórólfur. Bakslag hefur orðið víða í baráttunni gegn Covid-19 í löndunum í grennd við Ísland, eftir ágætan árangur framan af í þeim efnum. Að mati Þórólfs mætti draga af því þá ályktun að líkurnar á því að smit berist til landsins í gegnum þá sem koma erlendis frá myndu aukast, nema allir séu skimaðir við komuna. Sumir hafi smyglað sér framhjá skimun Hins vegar hafi borið á því að einstaklingar frá löndum sem flokkuð hafi verið sem áhættusvæði sem komið hafi til Íslands í gegnum svokölluð örugg lönd hafi skráð öruggu löndin sem dvalarstað síðustu 14 daga og þannig smyglað sér framhjá skimun við komuna hingað til lands. „Þetta höfum við séð hér og valdið ákveðnum vandamálum fyrir okkur hér innanlands,“ sagði Þórólfur. Ljóst væri að flokkun í örugg lönd og áhættusvæði ætti ekki lengur rétt á sér. „Fyrri flokkun landa í örugg lönd og áhættulönd með tilliti til Covid-19 á því varla lengur rétt á sér, sérstaklega í ljósi vaxandi útbreiðslu í þeim löndum sem við höfum talið vera örugg. Ég tel því að sú leið sem að stjórnvöld hafa farið að flokka öll lönd sem áhættusvæði sé raunverulega árangursríkasta aðferðin til að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. Hann fór yfir þann lærdóm sem yfirvöld hafa dregið að fyrirkomulagi skimana á landamærum að undanförnu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sem kunnugt er verður sú breyting gerð á skimunum á landamærum frá og með miðvikudeginum næstkomandi að allir þeir sem koma hingað til lands þurfa að fara í skimun við komu til landsins. Í kjölfarið fylgir sóttkví í fimm til sex daga áður en farið er í seinni skimun. Hvaða atriði eru það sem við höfum lært og hvað hefur þessi skimun fært okkur þekkingu um spurði Þórólfur á fundinum, áður en hann svaraði eigin spurningu. „Það er í fyrsta lagi að skimun á landamærum finnur smit hjá flestum einstaklingum og kemur þannig í veg fyrir fjölda smita inn í landið. Hins vegar hefur smit komist framhjá skimuninni og valdið hér hópsýkingum í tveimur tilfellum sem við höfum fjallað mikið um hér á undanförnum vikum,“ sagði Þórólfur. Það hafi gert það verkum að önnur hópsýkingin hafi náð að dreifa sér um landið þannig að tæplega 130 einstaklingar hafi smitast, og þar af fjórir verðir lagðir inn á sjúkrahús. „Líka höfum við lært að einstaklingar geta verið með neikvætt próf í fyrstu skimun en síðan þróað með sér smit sem finnst í sýnatöku tvö. Þannig að það má segja það að sýnataka tvö er nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands,“ sagði Þórólfur. Bakslag hefur orðið víða í baráttunni gegn Covid-19 í löndunum í grennd við Ísland, eftir ágætan árangur framan af í þeim efnum. Að mati Þórólfs mætti draga af því þá ályktun að líkurnar á því að smit berist til landsins í gegnum þá sem koma erlendis frá myndu aukast, nema allir séu skimaðir við komuna. Sumir hafi smyglað sér framhjá skimun Hins vegar hafi borið á því að einstaklingar frá löndum sem flokkuð hafi verið sem áhættusvæði sem komið hafi til Íslands í gegnum svokölluð örugg lönd hafi skráð öruggu löndin sem dvalarstað síðustu 14 daga og þannig smyglað sér framhjá skimun við komuna hingað til lands. „Þetta höfum við séð hér og valdið ákveðnum vandamálum fyrir okkur hér innanlands,“ sagði Þórólfur. Ljóst væri að flokkun í örugg lönd og áhættusvæði ætti ekki lengur rétt á sér. „Fyrri flokkun landa í örugg lönd og áhættulönd með tilliti til Covid-19 á því varla lengur rétt á sér, sérstaklega í ljósi vaxandi útbreiðslu í þeim löndum sem við höfum talið vera örugg. Ég tel því að sú leið sem að stjórnvöld hafa farið að flokka öll lönd sem áhættusvæði sé raunverulega árangursríkasta aðferðin til að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira