Erlent

Norðmaður handtekinn fyrir njósnir

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar að störfum í Noregi.
Lögregluþjónar að störfum í Noregi. EPA/Fredrik Varfjell

Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs.

Maðurinn, sem sagður er vera á sextugsaldri og upprunalega frá Indlandi, samkvæmt heimildum NRK, verður færður fyrir dómara í dag. Ekki liggur fyrir að svo stöddu fyrir hvaða ríki maður á að hafa njósnað.

Í tísti frá PST segir að maðurinn hafi verið ákærður í tveimur liðum en báðir snúa að njósnum og að leka ríkisleyndarmálum. Maðurinn á yfir höfði sér að vera dæmdur í allt að fimmtán ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×