Innlent

Hættustigi aflýst: Flugvél Icelandair lenti heilu og höldnu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flugvélin er við það að lenda á Keflavíkurflugvelli.
Flugvélin er við það að lenda á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Hættustigi á Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst eftir að flugvél Icelandair sem snúið var við vegna vélartruflana lenti heilu og höldnu klukkan 08:53. 

Hættustigi rauðu var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna vélartruflana hjá flugvél Icelandair sem fór í loftið fyrr í morgun. Vélin var á leið til Hamborgar í Þýskalandi en var snúið við yfir Kirkjubæjarklaustri. Um borð eru 150 farþegar og vélin var hlaðin um tíu tonnum af eldsneyti. Þetta staðfesti staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia í samtali við fréttastofu í morgun.

Hættustig rautt er miðstig í kerfinu sem gildir á Keflavíkurflugvellinum og rautt merkir að fleiri en 56 farþegar eru um borð. Að sögn upplýsingafulltrúa var viðbúnaður í samræmi við það á vellinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×