Innlent

Bana­slys varð í Austur-Skafta­fells­sýslu í gær

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Viðbragðsaðilar voru kallaðir út frá Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri í gær. 
Viðbragðsaðilar voru kallaðir út frá Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri í gær.  Aðsend

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í gær þegar hann missti stjórn á bifhjóli sínu á þjóðvegi eitt skammt vestan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á staðnum.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar en maðurinn virðist hafa fallið og runnið eftir götunni í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt að því sem fram kemur á Facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang ásamt fulltrúa Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vinnu á vettvangi lauk um klukkan 19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×