Innlent

Sækja slasaðan hjólreiðamann að Helgafelli

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru meiðsli hjólreiðamannsins ekki talin alvarleg.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru meiðsli hjólreiðamannsins ekki talin alvarleg. Vísir/Vilhelm

Sjúkraflutningamenn hafa verið kallaðir út að Helgafelli í Hafnarfirði vegna reiðhjólaslyss á reiðhjólastíg á svæðinu.

Einn hjólreiðamaður er slasaður en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru meiðsli hans ekki talin alvarleg. Þó þótti tilefni til þess að senda sjúkraflutningamenn á vettvang.

Aðgengi að slysstað er ekki með besta móti og því fóru sjúkraflutningamenn á svæðið á torfærubílum og sexhjólum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×