Innlent

Slösuð göngukona flutt með báti til Seyðisfjarðar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag.
Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir á Borgarfirði eystra og Seyðisfirði voru kallaðar út á þriðja tímanum vegna slasaðrar göngukonu í Loðmundarfirði. Sveitirnar þurftu að ferðast nokkuð langa leið til þess að komast að konunni og var hún því að lokum flutt með björgunarbát til Seyðisfjarðar til aðhlynningar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Um klukkan hálf sex var björgunarsveitin á Hvolsvelli þá kölluð út vegna ferðamanna sem fest höfðu bíl sinn í á á leiðinni í Þórsmörk. Þegar tilkynning Landsbjargar var send út, um klukkan korter í sex, var fólkið enn í bílnum. Það er þó sagt hafa verið í einni af minni ám svæðisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.