Innlent

Vilja ekki fá hina hugsanlega smituðu á heilsugæsluna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fólk sem hefur einkenni sjúkdómsins á ekki hvorki að gera sér leið á heilsugæsluna né bráðamóttökuna. Rétt sé að hringja og fá ráðleggingar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fólk sem hefur einkenni sjúkdómsins á ekki hvorki að gera sér leið á heilsugæsluna né bráðamóttökuna. Rétt sé að hringja og fá ráðleggingar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Til að draga úr smithættu er fólki, sem hefur ástæðu til að ætla að það hafi sýkst af Wuhan-kórónaveirunni, bent á að hringja á heilsugæsluna fremur en að mæta þangað.

Fólk sem hefur einkenni sjúkdómsins á hvorki að gera sér leið á heilsugæsluna né bráðamóttökuna. Rétt sé að hringja og fá ráðleggingar.

Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis líkjast einkennin helst inflúensusýkingu; hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta.

Wuhan-veiran getur þá einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu. Öndunarerfiðleikar koma jafnan í ljós á 4-8 degi veikinda.

Í færslu á vef Landlæknisembættisins segir að faraldsfræðilegar upplýsingar séu enn takmarkaðar og því margt enn á huldu um útbreiðslu sjúkdómsins. Uppruni veirunnar virðist einkum vera í kínversku borginni Wuhan.

Samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins virðist veiran, sem hefur ekki áður greinst í mönnum, líkjast SARS veirunni erfðafræðilega og haga sér með svipuðum hætti.

Mikilvægasta ráðið til að forðast smit er talið vera góð handhreinsun. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur. Eftir því sem raunhæft er, er rétt að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta. Grímur nýtast best þegar þeir sem veikir eru nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt.


Tengdar fréttir

SAS stöðvar ferðir til Kína

Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×