Innlent

Alvarlegt umferðarslys nærri Hnappavöllum

Sylvía Hall og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Viðbragðsaðilar voru kallaðir út frá Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri.
Viðbragðsaðilar voru kallaðir út frá Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri. Aðsend

Alvarlegt bifhjólaslys varð í Öræfum nærri Hnappavöllum nú á öðrum tímanum í dag. Tilkynning um slysið barst til neyðarlínu klukkan 13:36.

Hermann Marinó Maggýarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu að sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang frá Höfn í Hornafirði og frá Kirkjubæjarklaustri. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins en svo afturkölluð áður en hún fór í loftið. 

„Þyrlan var kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss en svo reyndist ekki þörf á þyrlunni og hún var afturkölluð áður en hún fór í loftið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu.

Umferð hefur verið stýrt fram hjá vettvangi og má búast við töfum á meðan vinna stendur yfir á vettvangi. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.