Innlent

Stakur jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mælingar veðurstofunnar gefa ekki í skyn að einhverskonar hræringar eigi sér stað undir Mýrdalsjökli.
Mælingar veðurstofunnar gefa ekki í skyn að einhverskonar hræringar eigi sér stað undir Mýrdalsjökli. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálftamælar Veðurstofu Íslands greindu í morgun jarðskjálfta sem var 2,8 að stærð í Mýrdalsjökli. Nánar tiltekið í sigkatli númer 16 og um klukkan átta í morgun. Engin tilkynning hefur borist um að skjálftinn hafi fundist og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældust engir aðrir skjálftar á svæðinu.

Í raun hafa skjálftamælar veðurstofunnar verið einkar rólegir undanfarna daga.

Ekkert útlit er fyrir einhvers konar hræringar í jöklinum, samkvæmt mælingum veðurstofunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.