Vill að velferðarnefnd fundi um fyrstu viðbrögð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. janúar 2020 12:29 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd. vísir/vilhelm Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgunnar í gær að verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungu konunnar, sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar hafði óskað eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Kompás fjallaði um mál hennar á mánudag. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas. Samtökin Geðhjálp sendu í gær frá sér áskorun þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í þessum málum. Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hafa óskað eftir endurskoðun á verklagi. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd, telur að skoða þurfi málið. „Lögreglan er kannski ekki best til þess fallin að vera fyrsti viðbragðsaðili í málum sem einmitt tengjast geðrofi eða vímuefnanotkun eða öðru. Það væri mun betra að senda heilbrigðisstarfsfólk sem hefur rétta þjálfun," segir Halldóra. Viðbragðið sé að hluta ástæða þess að fólk sem neytt hefur fíkniefna sé tregara til að óska eftir aðstoð þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á. „Það er þessi hræðsla við viðmótið, það er miklu eðlilegra að senda þarna heilbrigðisstarfsfólk sem er með rétt viðbrögð við svona ástandi," segir Halldóra. Hún mun óska eftir fundi í velferðarnefnd um málið. „Mér finnst klárlega ástæða til þess að skoða þetta hjá velferðarnefndinni og ég mun senda línu þess efnis um að þetta verði tekið upp og skoðað," segir Halldóra. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgunnar í gær að verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungu konunnar, sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar hafði óskað eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Kompás fjallaði um mál hennar á mánudag. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas. Samtökin Geðhjálp sendu í gær frá sér áskorun þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í þessum málum. Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hafa óskað eftir endurskoðun á verklagi. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd, telur að skoða þurfi málið. „Lögreglan er kannski ekki best til þess fallin að vera fyrsti viðbragðsaðili í málum sem einmitt tengjast geðrofi eða vímuefnanotkun eða öðru. Það væri mun betra að senda heilbrigðisstarfsfólk sem hefur rétta þjálfun," segir Halldóra. Viðbragðið sé að hluta ástæða þess að fólk sem neytt hefur fíkniefna sé tregara til að óska eftir aðstoð þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á. „Það er þessi hræðsla við viðmótið, það er miklu eðlilegra að senda þarna heilbrigðisstarfsfólk sem er með rétt viðbrögð við svona ástandi," segir Halldóra. Hún mun óska eftir fundi í velferðarnefnd um málið. „Mér finnst klárlega ástæða til þess að skoða þetta hjá velferðarnefndinni og ég mun senda línu þess efnis um að þetta verði tekið upp og skoðað," segir Halldóra.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira