500 fermetra hárkolla í Hafnarhúsinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. janúar 2020 19:30 Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter. Vísir/Sigurjón Unnið er að því að koma upp ríflega einu tonni af hári í rými Listasafns Reykjavíkur. Listamaðurinn líkir verkinu við fimm hundruð fermetra hárgreiðslu. „Þetta er absúrd efniviður og ég tek hann úr sínu hlutverki og gef honum nýtt hlutverk hérna sem myndlist," segir Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter. „Þetta er náttúrulega 500 fermetra hárgreiðsla sem er kannski ekki mjög algengt fyrirbæri." Innsetningin var á Feneyjartvíæringnum í fyrra. Þrátt fyrir að verkið sé hugarsmíði Hrafnhildar hafa um eitt hundrað manns komið að uppsetningu þess á liðnu ári. Fyrst í Feneyjum og nú í Hafnarhúsinu. Hrafnhildur líkir verkinu við stórt landslagsmálverk. Það nefnist Chromo Sapiens og naut mikilla vinsælda í Feneyjum í fyrra. Verkið hefur tekið breytingum á milli sýninga og er nú í þremur rýmum í stað þess að vera í einu. Sýningin verður opnuð annað kvöld og stendur yfir í átta vikur. Í verkinu eru um 1,3 tonn af gervihári sem þarf að greiða til að ná fram fjaðurkenndri áferð. Greiða þarf allt hárið til að ná fram fjaðurkenndri áferð.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega líka mjög umdeilt [gervihárið], af því að þetta er frá Kína og þetta er fjöldaframleitt og við erum að kæfa okkur í öllu þessu fjöldaframleidda. Á sama tíma á myndlist að reyna lifa allt af og á að endast og verða gömul. Ég hugsa að verkin mín séu allavega að fara endast mjög vel," segir Hrafnhildur sem endurnýtir hárið á milli verka. Hljómsveitin HAM samdi tónlist sem ómar inni í verkinu. „Með því að hafa hljóð finnst mér ég fá andardrátt inn í þessa ófreskju hérna," segir Hrafnhildur, sem líkir upplifuninni við að fara neðanjarðar. „Mér finnst hljóðheimurinn styrkja verkið og hafa áhrif á fleiri skynfæri," segir hún. Hún segist lengi hafa spilað tónlist HAM í stúdíóinu. „Það er þessi hráleiki í tónlistinni og það má eiginlega bara líkja þessu við líkamsnudd; hljóðbylgjurnar skella á þér. Mig langaði að ná því fram í verkinu." Óttar Proppé og S. Björn Blöndal, liðsmenn HAM. Hljómsveitin samdi tónlist með innsetningunni.Vísir/Sigurjón „Það voru ákveðin krosstengsl. Hún leitaði eftir innblæstri í okkur og við í hana. Þetta einhvern veginn small bara eins og flís við rass," segir S. Björn Blöndal, liðsmaður HAM. „Svo má segja að hún hafi komið inn með litina inn á meðan við höfum verið í svartnættinu. og myrkri. Þannig þetta stækkaði pallettuna hjá okkur líka," bætir Óttarr Proppé, annar liðsmaður HAM, við. Óttarr segist fyllast friðsælli tilfinningu í rýminu. „Maður laðast fram og til baka í verkinu. Ekki bara eftir litum og áferð en ekki síður eftir hljóðinu. Maður fer að hlaupa eftir einhverju banki og er svolítið eins og gullfiskur í búri." Gengið er í gegnum þrjá sali í mismunandi litatónum. „Þú gleymir bara svolítið stað og stund og samhengi hlutanna; stærðartakmörkum þínum. Þú getur upplifað þig eins og lítið dýr í smásjá," segir Hrafnhildur. Myndlist Reykjavík Söfn Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Unnið er að því að koma upp ríflega einu tonni af hári í rými Listasafns Reykjavíkur. Listamaðurinn líkir verkinu við fimm hundruð fermetra hárgreiðslu. „Þetta er absúrd efniviður og ég tek hann úr sínu hlutverki og gef honum nýtt hlutverk hérna sem myndlist," segir Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter. „Þetta er náttúrulega 500 fermetra hárgreiðsla sem er kannski ekki mjög algengt fyrirbæri." Innsetningin var á Feneyjartvíæringnum í fyrra. Þrátt fyrir að verkið sé hugarsmíði Hrafnhildar hafa um eitt hundrað manns komið að uppsetningu þess á liðnu ári. Fyrst í Feneyjum og nú í Hafnarhúsinu. Hrafnhildur líkir verkinu við stórt landslagsmálverk. Það nefnist Chromo Sapiens og naut mikilla vinsælda í Feneyjum í fyrra. Verkið hefur tekið breytingum á milli sýninga og er nú í þremur rýmum í stað þess að vera í einu. Sýningin verður opnuð annað kvöld og stendur yfir í átta vikur. Í verkinu eru um 1,3 tonn af gervihári sem þarf að greiða til að ná fram fjaðurkenndri áferð. Greiða þarf allt hárið til að ná fram fjaðurkenndri áferð.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega líka mjög umdeilt [gervihárið], af því að þetta er frá Kína og þetta er fjöldaframleitt og við erum að kæfa okkur í öllu þessu fjöldaframleidda. Á sama tíma á myndlist að reyna lifa allt af og á að endast og verða gömul. Ég hugsa að verkin mín séu allavega að fara endast mjög vel," segir Hrafnhildur sem endurnýtir hárið á milli verka. Hljómsveitin HAM samdi tónlist sem ómar inni í verkinu. „Með því að hafa hljóð finnst mér ég fá andardrátt inn í þessa ófreskju hérna," segir Hrafnhildur, sem líkir upplifuninni við að fara neðanjarðar. „Mér finnst hljóðheimurinn styrkja verkið og hafa áhrif á fleiri skynfæri," segir hún. Hún segist lengi hafa spilað tónlist HAM í stúdíóinu. „Það er þessi hráleiki í tónlistinni og það má eiginlega bara líkja þessu við líkamsnudd; hljóðbylgjurnar skella á þér. Mig langaði að ná því fram í verkinu." Óttar Proppé og S. Björn Blöndal, liðsmenn HAM. Hljómsveitin samdi tónlist með innsetningunni.Vísir/Sigurjón „Það voru ákveðin krosstengsl. Hún leitaði eftir innblæstri í okkur og við í hana. Þetta einhvern veginn small bara eins og flís við rass," segir S. Björn Blöndal, liðsmaður HAM. „Svo má segja að hún hafi komið inn með litina inn á meðan við höfum verið í svartnættinu. og myrkri. Þannig þetta stækkaði pallettuna hjá okkur líka," bætir Óttarr Proppé, annar liðsmaður HAM, við. Óttarr segist fyllast friðsælli tilfinningu í rýminu. „Maður laðast fram og til baka í verkinu. Ekki bara eftir litum og áferð en ekki síður eftir hljóðinu. Maður fer að hlaupa eftir einhverju banki og er svolítið eins og gullfiskur í búri." Gengið er í gegnum þrjá sali í mismunandi litatónum. „Þú gleymir bara svolítið stað og stund og samhengi hlutanna; stærðartakmörkum þínum. Þú getur upplifað þig eins og lítið dýr í smásjá," segir Hrafnhildur.
Myndlist Reykjavík Söfn Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira