„Í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 13:15 Sonur Sigríðar og Karls lést fimm dögum eftir fæðingu vegna alvarlegra mistaka starfsfólks Landspítalans. vísir/vilhelm Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirssonar, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. Upphæðirnar í því máli hafi verið teknar og svo framreiknaðar á verðlag dagsins í dag. Hjónin fá fimm milljónir króna í miskabætur og 1,8 milljónir króna í málskostnað. „En í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt. Það er bara þannig. Þá er þetta spurningin hvað maður þjarkar mikið í einhverjum 500 þúsund köllum,“ segir Lára. Lára segir bótakröfuna í málinu hafa verið mun hærri en vill ekki fara út í það hversu há hún var. Þar hafi þó einnig verið farið fram á skaðabætur. „En það er segin saga að það er þekkt hér á Íslandi að miskabætur, það er bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, þær eru mjög lágar í samanburði við það sem gerist annars staðar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Skaðabætur séu síðan bætur fyrir fjárhagslegt og þá verði að sýna fram á fjárhagslegt tjón. Málið enn á borði lögreglu Nói Hrafn, sonur Karls og Sigríðar, fæddist í byrjun janúar 2015 en lést fimm dögum síðar vegna heilaskaða sem hann hlaut við fæðingu vegna mistaka starfsfólks Landspítalans. Það hefur því tekið mörg ár að fá niðurstöðu í þann þátt málsins sem snýr að bótum til foreldranna en málið er enn á borði lögreglunnar. Lára segir að það hversu langan tíma málið hefur tekið megi rekja til þess hversu lengi lögreglan hefur haft það til rannsóknar. Ríkislögmaður hafði óskað eftir því að beðið yrði með að stefna ríkinu í málinu þar til lögreglan hefði komist að sinni niðurstöðu í því. Karl og Sigríður ákváðu hins vegar að bíða ekki lengur og stefndu ríkinu síðastliðið haust. Málið er enn á borði lögreglu að sögn Láru. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01 Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirssonar, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. Upphæðirnar í því máli hafi verið teknar og svo framreiknaðar á verðlag dagsins í dag. Hjónin fá fimm milljónir króna í miskabætur og 1,8 milljónir króna í málskostnað. „En í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt. Það er bara þannig. Þá er þetta spurningin hvað maður þjarkar mikið í einhverjum 500 þúsund köllum,“ segir Lára. Lára segir bótakröfuna í málinu hafa verið mun hærri en vill ekki fara út í það hversu há hún var. Þar hafi þó einnig verið farið fram á skaðabætur. „En það er segin saga að það er þekkt hér á Íslandi að miskabætur, það er bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, þær eru mjög lágar í samanburði við það sem gerist annars staðar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Skaðabætur séu síðan bætur fyrir fjárhagslegt og þá verði að sýna fram á fjárhagslegt tjón. Málið enn á borði lögreglu Nói Hrafn, sonur Karls og Sigríðar, fæddist í byrjun janúar 2015 en lést fimm dögum síðar vegna heilaskaða sem hann hlaut við fæðingu vegna mistaka starfsfólks Landspítalans. Það hefur því tekið mörg ár að fá niðurstöðu í þann þátt málsins sem snýr að bótum til foreldranna en málið er enn á borði lögreglunnar. Lára segir að það hversu langan tíma málið hefur tekið megi rekja til þess hversu lengi lögreglan hefur haft það til rannsóknar. Ríkislögmaður hafði óskað eftir því að beðið yrði með að stefna ríkinu í málinu þar til lögreglan hefði komist að sinni niðurstöðu í því. Karl og Sigríður ákváðu hins vegar að bíða ekki lengur og stefndu ríkinu síðastliðið haust. Málið er enn á borði lögreglu að sögn Láru.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01 Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01
Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27
Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02