Lífið

Ótrúlegur tveggja radda flutningur á einum þekktasta dúett sögunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marcelito Pomoy ætlar sér að vinna keppnina í ár.
Marcelito Pomoy ætlar sér að vinna keppnina í ár.

Filippseyingurinn  Marcelito Pomoy vakti verðskuldaða athygli í raunveruleikaþáttunum America's Got Talent á dögunum þegar hann flutti lagið fræga Prayer.

Pomoy vann filipeysku útgáfuna af Talent þáttunum árið 2011. Þegar hann var sjö ára yfirgaf móðir hans hann og var þá faðir hans í fangelsi. Hann varð því munaðarlaus og bjó á götunni í mörg ár. Söngurinn hélt í honum lífinu.

Þegar Pomoy vann keppnina árið 2011 fann hann fjölskyldu sína eftir margra ára fjarveru og líf hans breyttist gríðarlega.

Flutningur hans af laginu Prayer var hreint út sagt magnaður en hann syngur bæði rödd karlmannsins og konunnar. Margir ættu að kannast við flutninginn af laginu hjá Celine Dion og Andrea Bocelli.

Hér að neðan má sjá eitt af ótrúlegri augnablikum í þáttunum America's Got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×