Í beinni í dag: Toppleikur í Dominos deildinni, Körfuboltakvöld og Birkir mætir Zlatan á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2020 06:00 Topplið Stjörnunnar heimsækir Keflavík í Dominos deild karla í kvöld. Vísir/Bára Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskrá. Við sýnum beint frá tveimur leikjum í Dominos deild karla en topplið Stjörnunnar og Keflavík eigast meðal annars við. Þá er Körfuboltakvöld, í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar, í beinni útsendingu að venju. Einn leikur er á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni en Birkir Bjarnason og félagar í Brescia fá AC Milan í heimsókn. Þá er einn leikur í enska FA biakrnum sem og þrjú golfmót. Við byrjum daginn snemma með Omega Dubai Desert Classic klukkan 07:30. Klukkan 16:30 hefst svo Gainbridge LPGA at Boca Rio. Klukkan 20:00 er svo PGA Tour 2020 á dagskrá. Öll mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. ÍR fær Þór Akureyri í heimsókn í Dominos deild karla klukkan 18:20. Heimamenn eru í 7. sæti með sjö sigra og sjö töp það sem af er leiktíð. Þór Akureyri er nýkomið upp úr fallsæti en liðið er með samt með jafnmörg stig og Valur en á þó leik til góða. Það er því til mikils að vinna fyrir Akureyringa á meðan ÍR-ingar vilja eflaust sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Klukkan 20:10 hefst svo toppslagur Keflavíkur og Stjörnunnar. Gestirnir úr Garðabænum sitja á toppi deildarinnar en heimamenn eru aðeins tveimur stigum á eftir og geta þar með jafnað Stjörnuna á toppi deildarinnar takist þeim að næla í tvö stig í kvöld. Því má reikna með hörkuleik í Sláturhúsinu í Keflavík. Eftir að að toppslagnum lýkur er Dominos Körfuboltakvöld í beinni útsendingu en farið verður yfir síðustu umferðir karla- og kvennamegin í þættinum. Klukkan 19:40 hefst leikur Brescia og AC Milan. Birkir Bjarnason er tiltölulega nýgenginn í raðir Brescia en reikna má með að hann byrji sinn fyrsta leik í bláu treyjunni í dag. Mótherjinn er ekki af lakari endanum en AC Milan hefur gengið ágætlega síðan Zlatan Ibrahimovic gekk aftur í raðir félagsins fyrr á þessu ári. Brescia er sem stendur í fallsæti með aðeins 15 stig þegar 20 umferðum er lokið en sigur í kvöld myndi lyfta þeim upp fyrir Lecce í töflunni, allavega um stundarsakir. AC Milan er hins vegar í harðri baráttu um Evrópusæti en félagið er með 28 stig í 7. sæti. Cagliari er í 6. sætinu með 30 stig. Þá sýnum við einn leik í FA bikarnum á Englandi en B-deildarliðin Queens Park Rangers og Sheffield Wednesday eigast við klukkan 20:00 í kvöld.Beinar útsendingar dagsins:07:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 16:30 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Golf 18:20 ÍR - Þór Akureyri, Stöð 2 Sport 19:40 Brescia - AC Milan, Stöð 2 Sport 3 19:55 QPR - Sheffield Wednesday, Stöð 2 Sport 2 20:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 20:10 Keflavík - Stjarnan, Stöð 2 Sport 22:10 Dominos Körfuboltakvöld karla, Stöð 2 Sport 23:40 Umræða um 17. umferð kvenna, Stöð 2 Sport Dominos-deild karla Golf Ítalski boltinn Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Zlatan byrjaði og þakkaði traustið með marki Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan og skoraði er liðið vann 2-0 sigur á Cagliari á útivelli. 11. janúar 2020 15:44 Hjátrú forseta Brescia gæti komið í veg fyrir að Birkir verði kynntur í dag Birkir Bjarnason fór í morgun í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Brescia. Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að íslenski landsliðsmaðurinn muni ganga frá sex mánaða samningi við félagið. 17. janúar 2020 13:15 Inter tapaði stigum og Birkir spilaði fyrsta leikinn fyrir Brescia Inter tapaði stigum í toppbaráttunni á Ítalíu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í dag. 19. janúar 2020 16:16 Zlatan kominn aftur til AC Milan Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir samning hjá AC Milan og mun spila fyrir félagið út tímabilið. 27. desember 2019 18:04 Brescia staðfestir komu Birkis Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia hefur staðfest komu Birkis Bjarnasonar en þetta var tilkynnt nú í morgun. 18. janúar 2020 12:22 Birkir verður samherji Balotelli Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning við Brescia á morgun. 16. janúar 2020 19:18 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskrá. Við sýnum beint frá tveimur leikjum í Dominos deild karla en topplið Stjörnunnar og Keflavík eigast meðal annars við. Þá er Körfuboltakvöld, í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar, í beinni útsendingu að venju. Einn leikur er á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni en Birkir Bjarnason og félagar í Brescia fá AC Milan í heimsókn. Þá er einn leikur í enska FA biakrnum sem og þrjú golfmót. Við byrjum daginn snemma með Omega Dubai Desert Classic klukkan 07:30. Klukkan 16:30 hefst svo Gainbridge LPGA at Boca Rio. Klukkan 20:00 er svo PGA Tour 2020 á dagskrá. Öll mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. ÍR fær Þór Akureyri í heimsókn í Dominos deild karla klukkan 18:20. Heimamenn eru í 7. sæti með sjö sigra og sjö töp það sem af er leiktíð. Þór Akureyri er nýkomið upp úr fallsæti en liðið er með samt með jafnmörg stig og Valur en á þó leik til góða. Það er því til mikils að vinna fyrir Akureyringa á meðan ÍR-ingar vilja eflaust sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Klukkan 20:10 hefst svo toppslagur Keflavíkur og Stjörnunnar. Gestirnir úr Garðabænum sitja á toppi deildarinnar en heimamenn eru aðeins tveimur stigum á eftir og geta þar með jafnað Stjörnuna á toppi deildarinnar takist þeim að næla í tvö stig í kvöld. Því má reikna með hörkuleik í Sláturhúsinu í Keflavík. Eftir að að toppslagnum lýkur er Dominos Körfuboltakvöld í beinni útsendingu en farið verður yfir síðustu umferðir karla- og kvennamegin í þættinum. Klukkan 19:40 hefst leikur Brescia og AC Milan. Birkir Bjarnason er tiltölulega nýgenginn í raðir Brescia en reikna má með að hann byrji sinn fyrsta leik í bláu treyjunni í dag. Mótherjinn er ekki af lakari endanum en AC Milan hefur gengið ágætlega síðan Zlatan Ibrahimovic gekk aftur í raðir félagsins fyrr á þessu ári. Brescia er sem stendur í fallsæti með aðeins 15 stig þegar 20 umferðum er lokið en sigur í kvöld myndi lyfta þeim upp fyrir Lecce í töflunni, allavega um stundarsakir. AC Milan er hins vegar í harðri baráttu um Evrópusæti en félagið er með 28 stig í 7. sæti. Cagliari er í 6. sætinu með 30 stig. Þá sýnum við einn leik í FA bikarnum á Englandi en B-deildarliðin Queens Park Rangers og Sheffield Wednesday eigast við klukkan 20:00 í kvöld.Beinar útsendingar dagsins:07:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 16:30 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Golf 18:20 ÍR - Þór Akureyri, Stöð 2 Sport 19:40 Brescia - AC Milan, Stöð 2 Sport 3 19:55 QPR - Sheffield Wednesday, Stöð 2 Sport 2 20:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 20:10 Keflavík - Stjarnan, Stöð 2 Sport 22:10 Dominos Körfuboltakvöld karla, Stöð 2 Sport 23:40 Umræða um 17. umferð kvenna, Stöð 2 Sport
Dominos-deild karla Golf Ítalski boltinn Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Zlatan byrjaði og þakkaði traustið með marki Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan og skoraði er liðið vann 2-0 sigur á Cagliari á útivelli. 11. janúar 2020 15:44 Hjátrú forseta Brescia gæti komið í veg fyrir að Birkir verði kynntur í dag Birkir Bjarnason fór í morgun í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Brescia. Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að íslenski landsliðsmaðurinn muni ganga frá sex mánaða samningi við félagið. 17. janúar 2020 13:15 Inter tapaði stigum og Birkir spilaði fyrsta leikinn fyrir Brescia Inter tapaði stigum í toppbaráttunni á Ítalíu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í dag. 19. janúar 2020 16:16 Zlatan kominn aftur til AC Milan Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir samning hjá AC Milan og mun spila fyrir félagið út tímabilið. 27. desember 2019 18:04 Brescia staðfestir komu Birkis Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia hefur staðfest komu Birkis Bjarnasonar en þetta var tilkynnt nú í morgun. 18. janúar 2020 12:22 Birkir verður samherji Balotelli Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning við Brescia á morgun. 16. janúar 2020 19:18 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Zlatan byrjaði og þakkaði traustið með marki Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan og skoraði er liðið vann 2-0 sigur á Cagliari á útivelli. 11. janúar 2020 15:44
Hjátrú forseta Brescia gæti komið í veg fyrir að Birkir verði kynntur í dag Birkir Bjarnason fór í morgun í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Brescia. Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að íslenski landsliðsmaðurinn muni ganga frá sex mánaða samningi við félagið. 17. janúar 2020 13:15
Inter tapaði stigum og Birkir spilaði fyrsta leikinn fyrir Brescia Inter tapaði stigum í toppbaráttunni á Ítalíu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í dag. 19. janúar 2020 16:16
Zlatan kominn aftur til AC Milan Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir samning hjá AC Milan og mun spila fyrir félagið út tímabilið. 27. desember 2019 18:04
Brescia staðfestir komu Birkis Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia hefur staðfest komu Birkis Bjarnasonar en þetta var tilkynnt nú í morgun. 18. janúar 2020 12:22
Birkir verður samherji Balotelli Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning við Brescia á morgun. 16. janúar 2020 19:18