Fótbolti

Inter tapaði stigum og Birkir spilaði fyrsta leikinn fyrir Brescia

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir í treyju númer 31.
Birkir í treyju númer 31. vísir/getty

Inter tapaði stigum í toppbaráttunni á Ítalíu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í dag.

Markalaust var allt þangað til á 71. mínútu er Alessandro Bastoni skoraði en sex mínútum síðar jafnaði Marco Mancosu metin. Lokatölur 1-1.

Inter er með 47 stig, stigi á eftir Juventus, en Juventus leikur við Parma í kvöld.
Birkir Bjarnason kom inn á í hálfleik er Brescia gerði 2-2 jafntefli við Cagliari á heimavelli.

Birkir samdi við Brescia í gær og var ekki lengi að stimpla sig inn. Mario Balotelli fékk að líta rauða spjaldið á 81. mínútu.

Brescia er í 18. sætinu með 15 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.