Of algengt að börn séu einhvers konar reipi í reipitogi á milli foreldra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2020 20:30 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. vísir/vilhelm Tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn verður ýtt úr vör í næsta mánuði. Um er að ræða valfrjálst námskeiðætlað foreldrum sem standa í skilnaði með það að markmiði að fækka ágreiningsmálum. Gangi verkefnið vel hyggst barnamálaráðherra skoða með hvaða hætti úrræðið yrði lögfest. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skrifað undir samning vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu skilnaðarráðgjafar fyrir foreldra á Íslandi. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og verður því ýtt úr vör í næsta mánuði. Skilnaðarráðgjöfin felst annars vegar í rafrænu námskeiði og hins vegar í viðtalsráðgjöf með sérfræðingi hjá félagsþjónustu um áhrif skilnaðar á líðan barna og foreldra. Gert er ráð fyrir að félagsþjónusta sveitarfélaga taki verkefnið að sér en áætlað er að námskeiðið verði foreldrum að kostnaðarlausu. „Hugsunin er að byrja með samstarfsverkefni við tvö til þrjú sveitarfélög. Þar verður boðið upp á þetta, sjá hvort að það reynist ekki með sama hætti og í Danmörku og í framhaldi getum við boðið upp á þetta á landsvísu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Í Danmörku hefur úrræðið tryggt bætta andlega vellíðan foreldra sem ganga í gegnum skilnað. Markmið ráðgjafarinnar er að fækka ágreiningsmálum foreldra og veita þeim aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu. Forsjár- og umgengisdeilur við skilnað séu of algengar. „Það sem gerist allt of oft í íslensku samfélagi eins og víðar er að börnin verði eins konar reipi í reipitogi á milli foreldrana en þetta úrræði hefur sýnt sig að dragi úr því,“ sagði Ásmundur Einar. Í Danmörku hefur úrræðið verið lögfest, en þegar foreldrar, sem eiga barn undir 18 ára aldri, sækja um skilnað þar í landi er þeim skylt að sæta námskeiðið. „Mér finnst rétt næsta skref, ef þetta kemur vel út, að það yrði skoðað með hvaða hætti þetta yrði lögfest,“ sagði Ásmundur. Fjölskyldumál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn verður ýtt úr vör í næsta mánuði. Um er að ræða valfrjálst námskeiðætlað foreldrum sem standa í skilnaði með það að markmiði að fækka ágreiningsmálum. Gangi verkefnið vel hyggst barnamálaráðherra skoða með hvaða hætti úrræðið yrði lögfest. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skrifað undir samning vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu skilnaðarráðgjafar fyrir foreldra á Íslandi. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og verður því ýtt úr vör í næsta mánuði. Skilnaðarráðgjöfin felst annars vegar í rafrænu námskeiði og hins vegar í viðtalsráðgjöf með sérfræðingi hjá félagsþjónustu um áhrif skilnaðar á líðan barna og foreldra. Gert er ráð fyrir að félagsþjónusta sveitarfélaga taki verkefnið að sér en áætlað er að námskeiðið verði foreldrum að kostnaðarlausu. „Hugsunin er að byrja með samstarfsverkefni við tvö til þrjú sveitarfélög. Þar verður boðið upp á þetta, sjá hvort að það reynist ekki með sama hætti og í Danmörku og í framhaldi getum við boðið upp á þetta á landsvísu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Í Danmörku hefur úrræðið tryggt bætta andlega vellíðan foreldra sem ganga í gegnum skilnað. Markmið ráðgjafarinnar er að fækka ágreiningsmálum foreldra og veita þeim aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu. Forsjár- og umgengisdeilur við skilnað séu of algengar. „Það sem gerist allt of oft í íslensku samfélagi eins og víðar er að börnin verði eins konar reipi í reipitogi á milli foreldrana en þetta úrræði hefur sýnt sig að dragi úr því,“ sagði Ásmundur Einar. Í Danmörku hefur úrræðið verið lögfest, en þegar foreldrar, sem eiga barn undir 18 ára aldri, sækja um skilnað þar í landi er þeim skylt að sæta námskeiðið. „Mér finnst rétt næsta skref, ef þetta kemur vel út, að það yrði skoðað með hvaða hætti þetta yrði lögfest,“ sagði Ásmundur.
Fjölskyldumál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira