Innlent

Kviknaði í rusli við hús Kvikmyndaskólans

Kjartan Kjartansson skrifar
Eldurinn kviknaði í spýtnabraki og komst í glugga dælustöðvar í kjallara hússins.
Eldurinn kviknaði í spýtnabraki og komst í glugga dælustöðvar í kjallara hússins. Vísir/Sigurjón

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli eftir að tilkynnt var um eld á Grensásvegi 1 í Reykjavík. Eldur kviknaði í rusli fyrir utan húsið og lagði töluverðan reyk af honum. Slökkviliðsmenn vinna nú að því að reykræsta húsið.

Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið til húsa á Grensásvegi 1 en samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins er engin starfsemi í því nú. Eldurinn kviknaði í rusli utandyra en var slökktur fljótt. Slökkviliðsmenn brutu sér leið inn í húsið til að ræsta úr reykinn.

Helgi Túliníus, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að eldurinn hefði kviknað í spýtnabraki við dælustöð í kjallara hússins. Lögreglumenn hafi í fyrstu reynt að slökkva í með slökkvitæki en slökkviliðsmenn hafi endanlega slökkt í eldinum.

Í ljós hafi komið að eldurinn hafi læst sig í loftútblástur frá dælustöðinni. Slökkviliðsmenn hafi því farið inn í húsið til að kanna með skemmdir og reykræsta. Helgi sagði að ekki virtist hafa orðið mikið tjón og að húsið hafi verið mannlaust. Rannsakað verði hvernig eldurinn kviknaði.

 

Dælustöð er í kjallara hússins. Á efri hæðum hefur Kvikmyndaskólinn verið til húsa en engin starfsemi er sögð um þessar mundir. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. Vísir/SIgurjón

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.