Lífið

Fullt út úr dyrum hjá FKA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmargar glæsilegar konur létu sig ekki vanta.
Fjölmargar glæsilegar konur létu sig ekki vanta.

Húsfylli var í Gamla bíói í gær þegar FKA hélt árlega viðurkenningarhátíð sína. Hægt var að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu hér á Vísi. Veittar voru viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Fjölmargir létu sjá sig á viðburðinum og voru teknar myndir af gestum og gangandi eins og sjá má hér neðst í greininni.

Sjá einnig: Bein útsending: FKA heiðrar þrjár konur úr atvinnulífinu

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, hlaut FKA viðurkenningu 2020 fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu fyr­ir eft­ir­tekt­ar­vert ævi­starf stjórn­anda í atvinnu­líf­inu.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect, hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra flutti erindi og fjölbreyttur hópur fólks úr íslensku atvinnulífi var saman komið á hátíðinni í gær. 

Hér að neðan má sjá myndir frá viðurkenningarhátíðinni með því að fletta myndasafninu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.