Viðskipti innlent

Bein útsending: FKA heiðrar þrjár konur úr atvinnulífinu

Tinni Sveinsson skrifar
Þær hlutu viðurkenningarnar í fyrra. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry Capital, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, og Sigríður
Snævarr sendiherra.
Þær hlutu viðurkenningarnar í fyrra. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry Capital, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, og Sigríður Snævarr sendiherra. FKA

Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin Í Gamla bíó klukkan 16 og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu hér á Vísi.

„Árlega heiðrar FKA þrjár konur í atvinnulífinu og veitir þeim viðurkenningar til að vekja athygli á eftirtektarverðum konum í atvinnulífinu. Veittar eru viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd,“ segir í tilkynningu frá FKA.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra flytur erindi og eftirfarandi viðurkenningar verða veittar: Hvatningarviðurkenningin er veitt konu sem sýnt hefur athyglisvert frumkvæði, Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu og FKA Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

Á síðasta ári fékk Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, FKA Viðurkenninguna, Sigríður Snævarr sendiherra fékk Þakkarviðurkenningu FKA og Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry Capital, Hvatningarviðurkenningu FKA.

„Við skipan dómnefndar var leitast við að einstaklingar hefðu sem breiðastan bakgrunn í aldri, reynslu og búsetu. Það er í fullu samræmi við stefnu FKA fyrir stjórnarmenn og stjórnendur framtíðarinnar,“ segir í tilkynningunni.

Í dómnefnd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra (formaður), Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Margét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), tónlistarmaður og leikari, Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP og Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðar- og athafnakona í Vestmannaeyjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
1,48
6
45.229
SKEL
0,95
12
279.306
ARION
0,59
8
85.806
SYN
0
1
8.111
SJOVA
0
1
180

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,5
8
181.765
FESTI
-1,06
3
69.776
TM
-0,91
3
32.700
ICEAIR
-0,72
8
22.507
KVIKA
-0,48
2
64.325
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.