Erlent

Stærðarinnar sprenging í Houston

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar segja rúður hafa brotnað og að brak frá sprengingunni hafi borist víða.
Íbúar segja rúður hafa brotnað og að brak frá sprengingunni hafi borist víða.

Gríðarlega stór sprenging, sem fannst í tuga kílómetra fjarlægð, varð í Houston í Bandaríkjunum um klukkan hálf ellefu í dag. Sprengingin virðist hafa orðið í verksmiðju í borginni. Íbúar segja rúður hafa brotnað og að brak frá sprengingunni hafi borist víða.

Sprengingin varð klukkan 4:25 að staðartíma og eigandi verksmiðjunnar sem sprakk segir tvo starfsmenn hafa verið þar inni. Þeir hafi báðir slasast. Verksmiðjan sjálf er algerlega í rúst.

Eigandinn sagði sprenginguna hafa orðið vegna própýlengass. 

Verksmiðjan var nærri íbúðahverfi og ganga slökkviliðsmenn nú á milli húsa þar og kanna ástand íbúa.

Hér að neðan má sjá myndband af sprengingunni sem náðist á öryggismyndavél.

Hér má svo sjá hvernig höggbylgjan frá sprengingunni mældist á veðurratsjám á svæðinu.

 

Blaðamaður á vettvangi segir fregnir hafa borist af mögulegum gasleka skömmu fyrir sprenginguna og að mögulega hafi tveir verið þar inni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.