Innlent

Skipa starfs­hóp til að styrkja at­vinnu­líf og bú­setu á Flat­eyri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Suðureyri fyrr í mánuðinum ollu mikilli eyðileggingu, einkum á Flateyri.
Snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Suðureyri fyrr í mánuðinum ollu mikilli eyðileggingu, einkum á Flateyri. Vísir/Egill

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð í kjölfar snjóflóðanna þann 14. janúar síðastliðinn.

Verkefni starfshópsins er að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum og gera tillögur um aðgerðir sem styrkt geta stoðir byggðarinnar, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Teitur Björn Einarsson, lögmaður, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra, formaður
  • Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra
  • Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
  • Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir, varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar

Miðað er við að starfshópurinn skili tillögum sínum fyrir 1. mars 2020.

Ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna. Í þeim starfshópi munu sitja fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Hópurinn mun jafnframt leggja til heildstætt mat á framkvæmdir við ofanflóðavarnir með áherslu á tímabil næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2021-2025 sem kynnt verður í vor.


Tengdar fréttir

Töluð hrein vestfirska á íbúafundum á Flateyri og Suðureyri

búafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.