Töluð hrein vestfirska á íbúafundum á Flateyri og Suðureyri Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2020 21:42 Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Egill Íbúafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um. Byggðirnar tvær eru hluti Ísafjarðarbæjar og var Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á meðal þeirra sem ræddu málin á Flateyri. Fundurinn var vel sóttur og segir Guðmundur að fleiri hafi hann sótt en eigi lögheimili á Flateyri. „Þetta varðar okkur öll. Þarna var fólk frá nágrannabyggðarlögunum því öll búum við við þessa mannskæðu náttúruvá. Við erum öll með spurningar og þetta hittir Flateyringa og Súðvíkinga beint í hjartastað vegna sögunnar. Þetta ýfir upp svo ótrúlega erfið og djúp sár og snerti strengi okkar allra,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Frá hafnarsvæðinu á Flateyri eftir að snjóflóðið skall á.Vísir/Egill Fundurinn á Flateyri stóð yfir í um tvær klukkustundir og var hver einasta sekúnda þar fullnýtt að sögn Guðmundar. „Þetta var hitafundur, rosalega mikill tilfinningafundur en líka einn mikilvægasti fundur sem ég hef nokkurn tímann komið á. Fólk talaði bara hreina og tæra vestfirsku, fólk var reitt og lýsti vonbrigðum sínum, sagði Guðmundur og bætti við að fundargestum finnist það ekki hafa nægileg tæki og tól til þess að bjarga sér sjálfu þegar eitthvað bjátar á. „Vonbrigðin og reiðin eru mjög skiljanleg en á sama tíma fannst mér vera mikill baráttuandi. Ég á von að Súgfirðingar tali jafn hreina og beina vestfirsku og Flateyringar.“ Fundina sitja, auk bæjarbúa og Guðmundar bæjarstjóra, fulltrúar frá almannavörnum, Rauða krossinum, lögreglu, ofanflóðasjóði og tryggingum. „Við reyndum að fá sem flesta sem gætu svarað spurningunum sem koma upp á fundunum,“ segir Guðmundur. Einnig eru á fundinum starfsfólk Ísafjarðarbæjar sem munu skrásetja það sem fram kemur á fundinum verða það verðmætar upplýsingar sem eiga að vera í hryggjarstykkið í aðgerðum að sögn Guðmundar. Flateyri við Önundarfjörð.Vísir/Egill Þá segir Guðmundur það til marks um ágæti íslensks samfélags að honum hafa borist símtöl frá Katrínu Jakobsdóttur ,forsætisráðherra, eingöngu til þess að láta vita að íbúar Vestfjarða væru í hugsunum hennar. „Þetta er það sem mér finnst svo dásamlegt við íslenskt samfélag. Að það sé komið milliliðalaust samband á milli mín og forsætisráðherra til þess að við séum algjörlega með augun á boltanum og áttum okkur á að við þurfum að vera fumlaus og ábyrg í því sem við þurfum að taka fyrir hendi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á leið til íbúafundar á Suðureyri. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Óskaði þess að hann gæti tekið gjörðir sínar til baka Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Íbúafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um. Byggðirnar tvær eru hluti Ísafjarðarbæjar og var Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á meðal þeirra sem ræddu málin á Flateyri. Fundurinn var vel sóttur og segir Guðmundur að fleiri hafi hann sótt en eigi lögheimili á Flateyri. „Þetta varðar okkur öll. Þarna var fólk frá nágrannabyggðarlögunum því öll búum við við þessa mannskæðu náttúruvá. Við erum öll með spurningar og þetta hittir Flateyringa og Súðvíkinga beint í hjartastað vegna sögunnar. Þetta ýfir upp svo ótrúlega erfið og djúp sár og snerti strengi okkar allra,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Frá hafnarsvæðinu á Flateyri eftir að snjóflóðið skall á.Vísir/Egill Fundurinn á Flateyri stóð yfir í um tvær klukkustundir og var hver einasta sekúnda þar fullnýtt að sögn Guðmundar. „Þetta var hitafundur, rosalega mikill tilfinningafundur en líka einn mikilvægasti fundur sem ég hef nokkurn tímann komið á. Fólk talaði bara hreina og tæra vestfirsku, fólk var reitt og lýsti vonbrigðum sínum, sagði Guðmundur og bætti við að fundargestum finnist það ekki hafa nægileg tæki og tól til þess að bjarga sér sjálfu þegar eitthvað bjátar á. „Vonbrigðin og reiðin eru mjög skiljanleg en á sama tíma fannst mér vera mikill baráttuandi. Ég á von að Súgfirðingar tali jafn hreina og beina vestfirsku og Flateyringar.“ Fundina sitja, auk bæjarbúa og Guðmundar bæjarstjóra, fulltrúar frá almannavörnum, Rauða krossinum, lögreglu, ofanflóðasjóði og tryggingum. „Við reyndum að fá sem flesta sem gætu svarað spurningunum sem koma upp á fundunum,“ segir Guðmundur. Einnig eru á fundinum starfsfólk Ísafjarðarbæjar sem munu skrásetja það sem fram kemur á fundinum verða það verðmætar upplýsingar sem eiga að vera í hryggjarstykkið í aðgerðum að sögn Guðmundar. Flateyri við Önundarfjörð.Vísir/Egill Þá segir Guðmundur það til marks um ágæti íslensks samfélags að honum hafa borist símtöl frá Katrínu Jakobsdóttur ,forsætisráðherra, eingöngu til þess að láta vita að íbúar Vestfjarða væru í hugsunum hennar. „Þetta er það sem mér finnst svo dásamlegt við íslenskt samfélag. Að það sé komið milliliðalaust samband á milli mín og forsætisráðherra til þess að við séum algjörlega með augun á boltanum og áttum okkur á að við þurfum að vera fumlaus og ábyrg í því sem við þurfum að taka fyrir hendi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á leið til íbúafundar á Suðureyri.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Óskaði þess að hann gæti tekið gjörðir sínar til baka Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent