Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður greint frá útbreiðslu kórónaveirunnar. Tæplega þúsund hafa sýkst og á þriðja tug eru látnir. Íslensk heilbrigðisyfirvöld undirbúa aðgerðir komi tilfelli upp hér á landi.

Einnig verður greint frá því að fatlaðir sem búa á sambýli í Garðabæ séu í úreltu húsnæði sem hvorki uppfyllir lög né nútímakröfur að mati forstöðumanns. Þá hafa sex börn fundið fyrir sjúkdómseinkennum vegna rakaskemmda í Fossvogsskóla. Skólinn opnaði aftur eftir endurbætur fyrir nokkrum vikum.

Þá lítum við inn á stærsta þorrablóti ársins sem haldið verður í Kópavogi. Búist er við um 2.400 gestum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.