Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður greint frá útbreiðslu kórónaveirunnar. Tæplega þúsund hafa sýkst og á þriðja tug eru látnir. Íslensk heilbrigðisyfirvöld undirbúa aðgerðir komi tilfelli upp hér á landi.

Einnig verður greint frá því að fatlaðir sem búa á sambýli í Garðabæ séu í úreltu húsnæði sem hvorki uppfyllir lög né nútímakröfur að mati forstöðumanns. Þá hafa sex börn fundið fyrir sjúkdómseinkennum vegna rakaskemmda í Fossvogsskóla. Skólinn opnaði aftur eftir endurbætur fyrir nokkrum vikum.

Þá lítum við inn á stærsta þorrablóti ársins sem haldið verður í Kópavogi. Búist er við um 2.400 gestum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×