Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 11:18 Önnur rútan valt á hliðina utan við veginn. Sautján ferðamenn voru í henni. Vísir/baldur Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. Fjöldahjálparstöð var opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem hlúð var að ferðamönnunum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir óvenjumörg hópslys hafa orðið í umdæminu í janúarmánuði. Suðurlandsvegi var lokað þegar óhappið varð á níunda tímanum. Rúturnar lentu út af veginum tæpan kílómetra austan við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Sjúkrabílar og tækjabíll frá höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang á tíunda tímanum auk þess sem sjúkrabílar frá Selfossi voru sendir á slysstað. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að strax hafi verið ljóst að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða. „Önnur þeirra veltur, í henni eru sautján farþegar. Hin fer á hjólunum út fyrir veg og í henni er 21 farþegi. Við fáum strax tilkynningu um þetta og jafnframt tilkynningu um að það sé talið að það sé enginn meiddur í þessu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Aðgerðastjórn var virkjuð á Selfossi þegar tilkynning barst um óhappið en hún lauk störfum á ellefta tímanum. Fjöldahjálparstöð var einnig opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem ferðamennirnir voru skoðaðir. Fólkið var svo sótt þangað og því ekið til Reykjavíkur. Oddur segir að enn sé ekkert staðfest varðandi tildrög óhappsins en slæmt veður er á vettvangi. „Það hefur svosem ekkert verið rætt um tildrögin eða frásögn ökumanna en veðursfarslegar ástæður hafa örugglega spilað þarna inn í.“ Ljóst er að mikið hefur mætt á lögreglu á Suðurlandi síðustu vikur en mörg umferðarslys, misalvarleg, hafa orðið í umdæminu frá áramótum. Oddur segir mánuðinn hafa verið óvenjuannasaman hjá lögreglu í þessum efnum. „Já, við höfum ekki fengið neitt sérstakt frí frá þessu í janúar og venjulega er þetta nú ekki daglega uppi á borði hjá okkur.“ Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. Fjöldahjálparstöð var opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem hlúð var að ferðamönnunum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir óvenjumörg hópslys hafa orðið í umdæminu í janúarmánuði. Suðurlandsvegi var lokað þegar óhappið varð á níunda tímanum. Rúturnar lentu út af veginum tæpan kílómetra austan við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Sjúkrabílar og tækjabíll frá höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang á tíunda tímanum auk þess sem sjúkrabílar frá Selfossi voru sendir á slysstað. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að strax hafi verið ljóst að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða. „Önnur þeirra veltur, í henni eru sautján farþegar. Hin fer á hjólunum út fyrir veg og í henni er 21 farþegi. Við fáum strax tilkynningu um þetta og jafnframt tilkynningu um að það sé talið að það sé enginn meiddur í þessu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Aðgerðastjórn var virkjuð á Selfossi þegar tilkynning barst um óhappið en hún lauk störfum á ellefta tímanum. Fjöldahjálparstöð var einnig opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem ferðamennirnir voru skoðaðir. Fólkið var svo sótt þangað og því ekið til Reykjavíkur. Oddur segir að enn sé ekkert staðfest varðandi tildrög óhappsins en slæmt veður er á vettvangi. „Það hefur svosem ekkert verið rætt um tildrögin eða frásögn ökumanna en veðursfarslegar ástæður hafa örugglega spilað þarna inn í.“ Ljóst er að mikið hefur mætt á lögreglu á Suðurlandi síðustu vikur en mörg umferðarslys, misalvarleg, hafa orðið í umdæminu frá áramótum. Oddur segir mánuðinn hafa verið óvenjuannasaman hjá lögreglu í þessum efnum. „Já, við höfum ekki fengið neitt sérstakt frí frá þessu í janúar og venjulega er þetta nú ekki daglega uppi á borði hjá okkur.“
Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57