Innlent

Bilun uppgötvaðist eftir óvænta lendingu vegna veikinda

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Farþegum hefur verið, eða verður, komið á áfangastað með öðrum flugfélögum.
Farþegum hefur verið, eða verður, komið á áfangastað með öðrum flugfélögum. Vísir/jKJ

Veikindi eins farþega um borð í flugvél pólska flugfélagsins LOT Airlines var ástæða þess að flugstjóri flugvélarinnar tók þá ákvörðun að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær.

Vélin var á leið frá Varsjá í Póllandi til New York í Bandaríkjunum en erlendir fjölmiðlar höfðu eftir farþegum sem voru í vélinni að læti í ölvuðum farþega hafi orsakað ákvörðun flugstjórans.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir hins vegar í samtali við Vísi að ástæðan fyrir lendingunni á Keflavíkurflugvelli hafi verið veikindi eins farþega.

Eftir lendingu kom í ljós að bilun var í vélinni og er unnið að viðgerð. Farþegum var eða verður komið á áfangastað með öðrum flugfélögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.