Innlent

Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjallið Þorbjörn er skammt frá bænum Grindavík eins og þessi mynd sýnir.
Fjallið Þorbjörn er skammt frá bænum Grindavík eins og þessi mynd sýnir. vísir/egill a

Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík.

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við Þorbjörn en fjallið skammt frá Grindavík og Svartsengisvirkjun HS Orku.

Landrisið hefur verið óvenjuhratt síðustu sex daga, eða 3-4 millimetrar á dag, og telja vísindamenn líklegast að kvikusöfnun sé nú undir svæðinu við Þorbjörn. Það gæti verið undanfari eldgoss.

Bjarki Kaldalóns Fris, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skjálftanum sem varð rétt fyrir sjö í gærkvöldi hafi fylgt nokkrir smærri eftirskjálftar. Síðan hafi þrír til fjórir skjálftar síðan sem hafi mælst að stærðinni einn eða minna.

„Það komu auðvitað kippir í gærkvöldi, þessi 3,1 sem er aðeins stærri, en það heldur bara áfram sú virkni sem byrjaði á miðvikudaginn. Ég veit ekki stöðuna á GPS-mælunum, hversu mikið þenslan hefur breyst eftir skjálftana í gær, en það kemur eflaust í ljós hjá þeim sem eru að vinna með GPS-gögnin nú í morgunsárið,“ segir Bjarki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×