Innlent

Má búast við að morgun­um­ferðin verði hæg

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu og því vissara að fara varlega í umferðinni og taka sér tíma. Þessi mynd er frá Reykjanesbrautinni í morgun.
Það hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu og því vissara að fara varlega í umferðinni og taka sér tíma. Þessi mynd er frá Reykjanesbrautinni í morgun. Vísir/Vilhelm

Það hefur gengið á með éljum á höfuðborgarsvæðinu í nótt og mun éljagangurinn halda áfram fram eftir morgni.

Það má því búast við því að morgunumferðin verði nokkuð hæg að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Um hádegi snýst hann í norðaustanátt. Víða verða þrír til átta metrar á sekúndu en átta til þrettán með austurströndinni.

Það er spáð éljum á Austurlandi og síðar einnig norðanlands en styttir upp sunnan og vestan til á landinu.

Víða frostlaust við sjávarsíðuna, einkum með suðurströndinni, en frost tvö til tólf stig inn til landsins, kaldast í innsveitum norðanlands.

Veðurhorfur á landinu:

Austlæg átt 5-10 m/s og él, en þurrt á Norðurlandi. Snýst í norðaustan 5-13 með morgninum með snjókomu eða éljum, fyrst austast, en styttir upp sunnan- og vestan til.

Fremur hæg austlæg átt á morgun en norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Skýjað um norðanvert landið og dálítil él, einkum við ströndina, en bjartviðri syðra. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands, en frostlaust við sjávarsíðuna.

Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 m/s norðvestan til, annars hægari norðlæg átt. Él um norðanvert landið, einkum við ströndina, en bjartviðri syðra. Frost víða 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag:
Norðaustan 8-13 á Vestfjörðum en hægari austlæg átt annarsstaðar. Stöku él, en þurrt og bjart vestanlands. Frost víða 3 til 8 stig.

Á föstudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s og dálítil él, en léttskýjað um sunnanvert landið. Frost um land allt.

Á laugardag:
Hæg norðlæg átt, skýjað og lítilsháttar él, en bjartviðri sunnan til á landinu. Kalt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.