Lífið

Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kimmel ræddi við Kobe Bryant fimmtán sinnum í þættinum. Kimmel hitti hann fyrst þegar hann var 21 árs og Kobe 17 ára.
Kimmel ræddi við Kobe Bryant fimmtán sinnum í þættinum. Kimmel hitti hann fyrst þegar hann var 21 árs og Kobe 17 ára.

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi.

Bæði létust þau í þyrluslysi skammt fyrir utan borgina Calabasas, sem er vestur af Los Angeles.

Kimmel byrjaði þáttinn á því að tala um Kobe Bryant og hvernig manneskja hann var. Ræða Kimmel tók greinilega töluvert á.

Þátturinn er aðgengilegur á YouTube og það í heild sinni en þar er farið yfir allar fimmtán heimsóknir Kobe Bryant í þáttinn.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.

James Corden minntist þeirra einnig í opnunarræðu sinni í spjallþætti Bretans sem er einnig tekinn upp í Los Angeles. 

Jimmy Fallon minntist Kobe Bryant einnig í sínum þætti og sagði hann meðal annars sögu frá því þegar þeir hittust fyrst. Fallon átti í miklum vandræðum með tilfinningar sínar þegar hann talaði um Kobe. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.