Körfubolti

LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Kobe Bryant unnu saman Ólympíugull í Peking 2008.
LeBron James og Kobe Bryant unnu saman Ólympíugull í Peking 2008. Getty/ Jesse D. Garrabrant

Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt.

LeBron James hafði kvöldið áður en Kobe lést komist upp fyrir hann og í þriðja sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar frá upphafi.


LeBron James tjáði sig um Kobe Bryant í framhaldinu og sagði meðal annars það vera gríðarlegan heiður við sig að vera nefndur á sama tíma og Kobe.

Ekkert heyrðist frá LeBron James fyrsta sólarhringinn eftir slysið en hann sendi frá sér langa færslu á Instagram í nótt.

LeBron James sagðist þar vera „harmi lostinn og eyðilagður“ og hann sagðist líka vilja segja svo miklu meira en hann gæti það ekki því hann kemst bara ekki í gegnum það. Hann sagði hjarta sitt vera hjá Vanessu og börnum þeirra.

„Ég bókstaflega heyrði röddina þína á sunnudagsmorguninn áður en ég fór frá Philly og aftur til LA. Átti ekki von á því í milljón ár að það yrði síðasta samtalið okkar,“ skrifaði LeBron James.

LeBron James fór lengra því hann lofaði Kobe Bryant líka að halda arfleið hans á lofti en bað um leið um styrk frá æðri máttarvöldum og endaði á því að setja inn #Mamba4Life og #Gigi4Life.

 
 
 
View this post on Instagram

I’m Not Ready but here I go. Man I sitting here trying to write something for this post but every time I try I begin crying again just thinking about you, niece Gigi and the friendship/bond/brotherhood we had! I literally just heard your voice Sunday morning before I left Philly to head back to LA. Didn’t think for one bit in a million years that would be the last conversation we’d have. WTF!! I’m heartbroken and devastated my brother!! . Man I love you big bro. My heart goes to Vanessa and the kids. I promise you I’ll continue your legacy man! You mean so much to us all here especially #LakerNation and it’s my responsibility to put this shit on my back and keep it going!! Please give me the strength from the heavens above and watch over me! I got US here! There’s so much more I want to say but just can’t right now because I can’t get through it! Until we meet again my brother!! #Mamba4Life #Gigi4Life

A post shared by LeBron James (@kingjames) on
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.