Körfubolti

Barðist við tárin þegar hún sagði fallega sögu frá því hversu stoltur Kobe Bryant var af stelpunum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant með eiginkonu sinni Vanessu Bryant og þremur af dætrunum þeim Giannu Mariu Onore Bryant, Nataliu Diamante Bryant og Bianku Bellu Bryant. Sú fjórða var ekki fæddi þegar treyjur hans fóru upp í rjáfur á Staples Center.
Kobe Bryant með eiginkonu sinni Vanessu Bryant og þremur af dætrunum þeim Giannu Mariu Onore Bryant, Nataliu Diamante Bryant og Bianku Bellu Bryant. Sú fjórða var ekki fæddi þegar treyjur hans fóru upp í rjáfur á Staples Center. Getty/Allen Berezovsky

Fjölmiðlakonan Elle Duncan sagði frá eina skiptinu sem hún hitti Kobe Bryant og þurfti að berjast við tárin á meðan hún kláraði söguna.

Elle Duncan hitti Kobe Bryant á baksviðs á ESPN hátið þegar hún var kasólétt og sagði að hann hafi strax farið að óska henni til hamingju með barnið og forvitnast um kynið. Þegar hún sagði að það væri stelpa á leiðinni þá fékk hún fimmu frá Kobe sem sagði: „Stelpur eru bestar.“

Hún fór síðan að spyrja Kobe, sem átti þá þrjár stelpur, hvort að hann og Vanessa ætluðu að reyna við fjórða barnið og kannski fyrsta strákinn. Elle spurði Kobe hvað hann myndi gera ef að hann eignaðist enn eina stelpuna, sem hann og gerði. „Án þess að hika þá svaraði hann: Ég myndi eignast fimm stelpur í viðbót ef ég gæti því ég er stelpu-pabbi,“ sagði Elle Duncan að Kobe hefði svarað.



Það fór nefnilega ekkert framhjá neinum að Kobe Bryant var stoltur af stelpunum sínum og þá sérstaklega af Giannu sem dó með honum í þyrluslysinu. Elsta stelpan stóð sig vel í blaki en stelpa númer tvö elskaði körfubolta eins og hann.

Hann mætti með henni á endalaust af körfuboltaleikjum, var alltaf að segja henni til og þjálfa hana. Kobe lét líka hafa það eftir sér að Gianna væri betri í körfubolta en hann var sjálfur á sama aldri.

Þegar Elle Duncan rifjaði upp hvað Kobe Bryant sagði um Gigi Bryant þá átti hún mjög erfitt með sig. Það má sjá þessa mögnuðu sögu af Kobe Bryant hér fyrir neðan.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×