Innlent

Risið á sama hraða og síðustu daga

Samúel Karl Ólason skrifar
Búið er að setja upp tvo nýja mæla til vöktunar á svæðinu í kringum Grindavík.
Búið er að setja upp tvo nýja mæla til vöktunar á svæðinu í kringum Grindavík. Vísir/Egill

Landrisið við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga mælist á sama hraða og það hefur mælst síðustu daga, eða þrír til fjórir millimetrar á dag. Það þykir óvenju hratt en búast má við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu.

„Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millimetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ segir Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Þar segir hann einnig að búast megi við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu.

Þá er búið að setja upp tvo nýja mæla til vöktunar á svæðinu í kringum Grindavík.

„Það er stefnan að setja upp alla vega tvo mæla, einn uppi á fjallinu Þorbirni og síðan á ákjósanlegum stað vestan við fjallið“, segir Benedikt.

Grannt er fylgst með þróun mála og söfnun gagna og stendur til að halda næsta formlega samráðsfund vísindamanna á fimmtudaginn.

Skjálftavirkni á svæðinu. Veðurstofa Íslands

..


Tengdar fréttir

„Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið“

Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn.

Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi

Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.