Krefjast þess að eiginkonurnar hafi þá á brjósti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:30 Kona af þjóðflokknum Ovahimba gefur barni sínu brjóst en rétt er að geta þess að þann þjóðflokk er ekki að finna í Úganda heldur einungis Namibíu og Angóla. vísir/getty Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna. Þessi krafa mannanna hefur verið tengd við kynbundið ofbeldi og valdbeitingu en lítið var vitað um málið þar til fyrir um tveimur árum þegar heilbrigðisráðherra landsins, Sarah Opendi, vakti athygli á því á þjóðþinginu. Hún varaði við því að það væri að færast í aukana að menn væru að krefja konur sínar um að sjúga brjóst þeirra til að fá brjóstamjólk. Þetta skapaði vandamál fyrir konurnar og börnin sem þær væru með á brjósti. Á vef Guardian er fjallað um málið og rætt við Jane (ekki hennar rétta nafn) sem segir að eiginmanni hennar finnist brjóstamjólkin góð. Jane er tvítug og eiga þau sex mánaða gamalt barn. „Hann segir að honum finnist hún góð á bragðið og að hún hjálpi honum til að halda heilsunni. Honum líður vel eftir á,“ segir Jane. Maðurinn hennar hafi byrjað að biðja um brjóstamjólk kvöldið sem hún kom heim af fæðingardeildinni. „Hann sagði að hann væri að hjálpa mér með flæðið á mjólkinn. Mér fannst þetta í lagi,“ segir Jane. „Hún getur ekki sagt nei“ Dr. Rowena Merritt, breskur atferlisfræðingur sem sérhæfir sig í lýðheilsu, fer fyrir rannsókninni. „Við vissum ekki hvort við myndum finna einhvern sem myndi viðurkenna að gera þetta og vilja tala við okkur um það. Við vissum í raun ekki hvort þetta væri gert eða ekki,“ segir Merrit. Rannsóknin fór fram á dreifbýlu svæði í miðju Úganda þar sem sagt er að það sé algengt að menn séu á brjósti eiginkvenna sinna. Í ljós kom að mennirnir drekka oft áður en börnin fara á brjóstið, oftast einu sinni á dag, og upp í allt að klukkutíma í senn. Var rætt nafnlaust við fjóra menn sem sögðu að brjóstamjólkin gæfi þeim orku. Þá er það hjátrú sums staðar að brjóstamjólkin geti haft lækningamátt, jafnvel fyrir sjúkdóma eins og eyðni og krabbamein. Ein konan var spurð að því hvað myndi gerast ef hún neitaði manni sínum um brjóstamjólk. „Ég óttast að hann færi annað ef ég myndi ekki leyfa þetta,“ svaraði hún. Einn mannanna, Thomas (ekki hans rétta nafn), viðurkenndi að konurnar gætu orðið fyrir ofbeldi ef þær vildu ekki gefa mönnum sínum brjóst. „Hún getur ekki sagt nei því þú verður háður þessu og það er erfitt að hætta. Ef konan segir nei þá gæti það leitt af sér ofbeldi, þetta er það stórt mál,“ sagði hann. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður. Úganda Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna. Þessi krafa mannanna hefur verið tengd við kynbundið ofbeldi og valdbeitingu en lítið var vitað um málið þar til fyrir um tveimur árum þegar heilbrigðisráðherra landsins, Sarah Opendi, vakti athygli á því á þjóðþinginu. Hún varaði við því að það væri að færast í aukana að menn væru að krefja konur sínar um að sjúga brjóst þeirra til að fá brjóstamjólk. Þetta skapaði vandamál fyrir konurnar og börnin sem þær væru með á brjósti. Á vef Guardian er fjallað um málið og rætt við Jane (ekki hennar rétta nafn) sem segir að eiginmanni hennar finnist brjóstamjólkin góð. Jane er tvítug og eiga þau sex mánaða gamalt barn. „Hann segir að honum finnist hún góð á bragðið og að hún hjálpi honum til að halda heilsunni. Honum líður vel eftir á,“ segir Jane. Maðurinn hennar hafi byrjað að biðja um brjóstamjólk kvöldið sem hún kom heim af fæðingardeildinni. „Hann sagði að hann væri að hjálpa mér með flæðið á mjólkinn. Mér fannst þetta í lagi,“ segir Jane. „Hún getur ekki sagt nei“ Dr. Rowena Merritt, breskur atferlisfræðingur sem sérhæfir sig í lýðheilsu, fer fyrir rannsókninni. „Við vissum ekki hvort við myndum finna einhvern sem myndi viðurkenna að gera þetta og vilja tala við okkur um það. Við vissum í raun ekki hvort þetta væri gert eða ekki,“ segir Merrit. Rannsóknin fór fram á dreifbýlu svæði í miðju Úganda þar sem sagt er að það sé algengt að menn séu á brjósti eiginkvenna sinna. Í ljós kom að mennirnir drekka oft áður en börnin fara á brjóstið, oftast einu sinni á dag, og upp í allt að klukkutíma í senn. Var rætt nafnlaust við fjóra menn sem sögðu að brjóstamjólkin gæfi þeim orku. Þá er það hjátrú sums staðar að brjóstamjólkin geti haft lækningamátt, jafnvel fyrir sjúkdóma eins og eyðni og krabbamein. Ein konan var spurð að því hvað myndi gerast ef hún neitaði manni sínum um brjóstamjólk. „Ég óttast að hann færi annað ef ég myndi ekki leyfa þetta,“ svaraði hún. Einn mannanna, Thomas (ekki hans rétta nafn), viðurkenndi að konurnar gætu orðið fyrir ofbeldi ef þær vildu ekki gefa mönnum sínum brjóst. „Hún getur ekki sagt nei því þú verður háður þessu og það er erfitt að hætta. Ef konan segir nei þá gæti það leitt af sér ofbeldi, þetta er það stórt mál,“ sagði hann. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður.
Úganda Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira